Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 20:50 Austur-Grænlendingar upplifa sig afskipta. Vísir/Samsett Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland kann að koma fólki spánskt fyrir sjónir en nú er hann orðinn að veruleika. Athafnahjónin Mike og Anette Nicolaisen sem reka ferðaþjónustuveldi í Tasiilaq segja Austur-Grænlendinga upplifa sig afskipta og krefjast aðgerða. Hjónin voru á meðal þeirra sem stóðu að fjölmennri kröfugöngu sem fóru fram í Tasiilaq síðastliðinn maí, sem er stærsta byggð á austurströnd Grænlands, þar sem einangruninni afskiptaleysi stjórnvalda í Nuuk og Kaupmannahöfn var mótmælt. Áætlað var að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í þeirri göngu sem verður að teljast mikið í ljósi þess að á svæðinu búi alls um 2500 manns. Fara á mis við hraða uppbyggingu Íbúar austurstrandarinnar upplifa sig afskipta. Samfélögin þar, byggðir á borð við Tasiilaq og Kúlúsúk, eru einöngruð og íbúum líður eins og þeir séu að fara á mis við þá miklu uppbyggingu sem á sér stað hinum megin Grænlandsjökuls. Það bætti heldur ekki úr skák þegar Icelandair tilkynnti að félagið myndi hætta við flugferðir til Kúlúsúk í janúar- og febrúarmánuðum en mikill birgðaflutningur fer fram á þeirri leið. Á meðal spjalda sem mótmælendur héldu á lofti í kröfugöngunni var spjald sem á stóð: „Flug til Íslands allt árið.“ Auk efnahagslegrar stöðnunar spilar tungumálið einnig þátt í einangrun Austur-Grænlendinga en mál þeirra, þó það sé nauðalíkt því sem talað er vestanmegin Grænlandsjökuls, er ekki gagnkvæmur skilningur þar á milli. Þrátt fyrir það fer skólahald fram á vesturgrænlensku. Þessu mótmæla Austur-Grænlendingar auk þess sem að skilti í bænum og götumerkingar séu að mestu leyti á vesturgrænlensku. Þetta kosningaplakat birti Mike Nicolaisen á samfélagsmiðlum.Mike Nicolaisen Mike Nicolaisen hefur, ef birtingar hans á samfélagsmiðlum má marka, ekki látið á sér standa og er ötull talsmaður byggðarlags síns, Tasiilaq, og Austur-Grænlands alls. Hann og kona hans reka stærsta hótel bæjarins, Hotel Ammassalik, farfuglaheimili og verslun í bænum. Þrátt fyrir persónulegan árangur hefur hann miklar áhyggjur af framtíð heimasveitarsinnar. Í viðtali við danska ríkisútvarpið gengst hann við því að hugmyndin kunni að hljóma langsótt fyrir sumum, jafnvel út í hött, en að flokkurinn nýstofnaði sé til kominn af sofandahætti stjórnvalda vestan jökuls. „Já, þetta er langsótt en þetta er því miður afleiðing þess að vera ekki hluti af Grænlandi. Maður er útlægur. Maður upplifir sig annars flokks,“ segir hann við blaðamann danska ríkisútvarpsins og að hans sögn í uppgjafartón. Fíkn, munaðarleysi og sjálfsvíg Flokkurinn hefur enn ekki formlega verið stofnaður né heldur er undirskriftarsöfnun að því marki hafin, enn sem komið er. Hjónin segjast vera komin með nóg af köldu viðmóti stjórnvalda í Nuuk og leita því á náðir danska þingsins í leit að fjárfestingum í innviðum þar nyrðra. Samfélagið á Austur-Grænlandi stendur hvað berskjaldaðast frammi fyrir samfélagsmeinum sem hrjá landið allt. Vandamál á borð við fíkn, munaðarleysi og há sjálfsmorðstíðni. Mike Nicolaisen upplifir sig raddlausan.Mike Nicolaisen „Afleiðing þessa alls er sjálfsvíg,“ er haft eftir Mike en hann missti sjálfur uppkominn son sinn úr sjálfsvígi á síðasta ári. „Við eigum dóttur saman sem er fimm ára. Þegar hún verður fullorðin á hún að njóta þess að í Tasiilaq sé sundlaug, flugvöllur, að það séu tækifæri til menntunar og að fólk geti átt fullnægjandi líf hér,“ segir Mike Nicolaisen. Grænland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Hjónin voru á meðal þeirra sem stóðu að fjölmennri kröfugöngu sem fóru fram í Tasiilaq síðastliðinn maí, sem er stærsta byggð á austurströnd Grænlands, þar sem einangruninni afskiptaleysi stjórnvalda í Nuuk og Kaupmannahöfn var mótmælt. Áætlað var að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í þeirri göngu sem verður að teljast mikið í ljósi þess að á svæðinu búi alls um 2500 manns. Fara á mis við hraða uppbyggingu Íbúar austurstrandarinnar upplifa sig afskipta. Samfélögin þar, byggðir á borð við Tasiilaq og Kúlúsúk, eru einöngruð og íbúum líður eins og þeir séu að fara á mis við þá miklu uppbyggingu sem á sér stað hinum megin Grænlandsjökuls. Það bætti heldur ekki úr skák þegar Icelandair tilkynnti að félagið myndi hætta við flugferðir til Kúlúsúk í janúar- og febrúarmánuðum en mikill birgðaflutningur fer fram á þeirri leið. Á meðal spjalda sem mótmælendur héldu á lofti í kröfugöngunni var spjald sem á stóð: „Flug til Íslands allt árið.“ Auk efnahagslegrar stöðnunar spilar tungumálið einnig þátt í einangrun Austur-Grænlendinga en mál þeirra, þó það sé nauðalíkt því sem talað er vestanmegin Grænlandsjökuls, er ekki gagnkvæmur skilningur þar á milli. Þrátt fyrir það fer skólahald fram á vesturgrænlensku. Þessu mótmæla Austur-Grænlendingar auk þess sem að skilti í bænum og götumerkingar séu að mestu leyti á vesturgrænlensku. Þetta kosningaplakat birti Mike Nicolaisen á samfélagsmiðlum.Mike Nicolaisen Mike Nicolaisen hefur, ef birtingar hans á samfélagsmiðlum má marka, ekki látið á sér standa og er ötull talsmaður byggðarlags síns, Tasiilaq, og Austur-Grænlands alls. Hann og kona hans reka stærsta hótel bæjarins, Hotel Ammassalik, farfuglaheimili og verslun í bænum. Þrátt fyrir persónulegan árangur hefur hann miklar áhyggjur af framtíð heimasveitarsinnar. Í viðtali við danska ríkisútvarpið gengst hann við því að hugmyndin kunni að hljóma langsótt fyrir sumum, jafnvel út í hött, en að flokkurinn nýstofnaði sé til kominn af sofandahætti stjórnvalda vestan jökuls. „Já, þetta er langsótt en þetta er því miður afleiðing þess að vera ekki hluti af Grænlandi. Maður er útlægur. Maður upplifir sig annars flokks,“ segir hann við blaðamann danska ríkisútvarpsins og að hans sögn í uppgjafartón. Fíkn, munaðarleysi og sjálfsvíg Flokkurinn hefur enn ekki formlega verið stofnaður né heldur er undirskriftarsöfnun að því marki hafin, enn sem komið er. Hjónin segjast vera komin með nóg af köldu viðmóti stjórnvalda í Nuuk og leita því á náðir danska þingsins í leit að fjárfestingum í innviðum þar nyrðra. Samfélagið á Austur-Grænlandi stendur hvað berskjaldaðast frammi fyrir samfélagsmeinum sem hrjá landið allt. Vandamál á borð við fíkn, munaðarleysi og há sjálfsmorðstíðni. Mike Nicolaisen upplifir sig raddlausan.Mike Nicolaisen „Afleiðing þessa alls er sjálfsvíg,“ er haft eftir Mike en hann missti sjálfur uppkominn son sinn úr sjálfsvígi á síðasta ári. „Við eigum dóttur saman sem er fimm ára. Þegar hún verður fullorðin á hún að njóta þess að í Tasiilaq sé sundlaug, flugvöllur, að það séu tækifæri til menntunar og að fólk geti átt fullnægjandi líf hér,“ segir Mike Nicolaisen.
Grænland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira