Fótbolti

Brynjar Björn: Mikil batamerki á liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Björn á Parken í kvöld.
Brynjar Björn á Parken í kvöld. Mynd/Martin Sylvest

Brynjar Björn Gunnarsson var ánægðastur með að íslenska liðið reyndi að halda boltanum meira innan síns liðs.

„Það voru ákveðin batamerki á leik liðsins en við fengum fullódýr mörk á okkur. Það var mjög erfitt að ýta liðinu upp völlinn og skapa okkur færi eftir að við fengum á okkur annað markið," sagði Brynjar Björn Gunnarsson.

„Það voru næstum 35 mínútur búnar af leiknum þegar þeir skora fyrsta markið og hefðum við haldið út hálfleikinn þá hefði leikurinn farið öðruvísi. En svona er þetta og mörkin breyta leikjunum. Þeir eru með góða fótboltamenn og láta boltann ganga vel og það er erfitt að eiga við þá. Það er því ekkert auðvelt að koma hingað og sækja úrslit," sagði Brynjar Björn sem horfir jákvætt fram veginn.

„Við verðum bara að halda áfram og reyna að undirbúa okkur sem best fyrir næstu verkefni, hver sem þau verða," sagði Brynjar Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×