Veðramót - Fjórar stjörnur 9. september 2007 00:01 Veðramót Draugar fortíðarinnar banka upp á hjá Selmu, hæstarrréttardómara, í Reykjavík samtímans og við tekur ferðalag þrjátíu ár aftur í tímann. Áfangastaðurinn er Veðramót heimili fyrir vandræðaunglinga. Í anda hippatímans halda þrjú ungmenni á vit ævintýra og hugsjóna. Kærustuparið Selma og Blöffi ásamt Hálfdáni vini þeirra. Markmiðið er að bylta gömlum gildum og reka heimilið í anda jafnræðis og bræðralags. Börnin á Veðramótum eru fórnarlömb kynferðisofbeldis og vanrækslu en þær upplýsingar liggja ekki á lausu og enginn veit neitt. Með góðum vilja og umhyggju ná þremenningarnir góðum tengslum við krakkana og lífið virðist brosa við. Þangað til Dísa birtist. Einmanna og ráðvillt, fórnarlamb vanrækslu og kynferðis ofbeldis. Það eina sem hún kann er sársauki og þegar hún verður skotin í Blöffa breytast örlög allra til frambúðar. Leikarar Veðramóta fara á kostum og það gustar af Hilmi Snæ Guðnasyni sem Blöffa sem á trúverðugt samspil við góðan leik Tinnu Hrafnsdóttur og Atla Rafns Sigurðarsonar. Helgi Björnsson á líka sterkan í leik í litlu hlutverki sem faðir Selmu. Ungu leikararnir takast á við hlutverk sín af miklum þroska og Guðný Halldórsdóttir hefur bersýnilega unnið lengi með þeim og það tekst að draga fram örlög Veðramótabarnanna. Þar ber helst að nefna Heru Hilmarsdóttur í hlutverki Dísu sem er ótrúlega áhrifarík og sönn. og Jörund Ragnarsson sem fer stórkostlega með hlutverk hins misþroska Samma. Heildarútlit myndarinnar lyftir sögunni og er greinilega unnið að miklum metnaði. Tónlistin er í góðum höndum Ragnhildar Gísladóttur og angurvært lag dóttur hennar Bryndísar Jakobsdóttur, Söknuður, situr í lengi eftir að myndinni lýkur. Sagan er harkaleg og hrá en samt sögð með hlýju og húmor, enda heldur hún áhorfendum í gíslingu frá upphafi til enda. Hún er þjóðfélagsádeila af bestu gerð og vekur til umhugsunar. Ekki bara um örlög barna fyrir þrjátíu árum síðan, heldur líka um örlög barna í dag. Veðramót hreyfir við áhorfendum og ólíkt mörgum öðrum bíómyndum, gerir hún ekki bara tilraun til að segja eitthvað. Henni tekst það. Rut Hermannsdóttir Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Draugar fortíðarinnar banka upp á hjá Selmu, hæstarrréttardómara, í Reykjavík samtímans og við tekur ferðalag þrjátíu ár aftur í tímann. Áfangastaðurinn er Veðramót heimili fyrir vandræðaunglinga. Í anda hippatímans halda þrjú ungmenni á vit ævintýra og hugsjóna. Kærustuparið Selma og Blöffi ásamt Hálfdáni vini þeirra. Markmiðið er að bylta gömlum gildum og reka heimilið í anda jafnræðis og bræðralags. Börnin á Veðramótum eru fórnarlömb kynferðisofbeldis og vanrækslu en þær upplýsingar liggja ekki á lausu og enginn veit neitt. Með góðum vilja og umhyggju ná þremenningarnir góðum tengslum við krakkana og lífið virðist brosa við. Þangað til Dísa birtist. Einmanna og ráðvillt, fórnarlamb vanrækslu og kynferðis ofbeldis. Það eina sem hún kann er sársauki og þegar hún verður skotin í Blöffa breytast örlög allra til frambúðar. Leikarar Veðramóta fara á kostum og það gustar af Hilmi Snæ Guðnasyni sem Blöffa sem á trúverðugt samspil við góðan leik Tinnu Hrafnsdóttur og Atla Rafns Sigurðarsonar. Helgi Björnsson á líka sterkan í leik í litlu hlutverki sem faðir Selmu. Ungu leikararnir takast á við hlutverk sín af miklum þroska og Guðný Halldórsdóttir hefur bersýnilega unnið lengi með þeim og það tekst að draga fram örlög Veðramótabarnanna. Þar ber helst að nefna Heru Hilmarsdóttur í hlutverki Dísu sem er ótrúlega áhrifarík og sönn. og Jörund Ragnarsson sem fer stórkostlega með hlutverk hins misþroska Samma. Heildarútlit myndarinnar lyftir sögunni og er greinilega unnið að miklum metnaði. Tónlistin er í góðum höndum Ragnhildar Gísladóttur og angurvært lag dóttur hennar Bryndísar Jakobsdóttur, Söknuður, situr í lengi eftir að myndinni lýkur. Sagan er harkaleg og hrá en samt sögð með hlýju og húmor, enda heldur hún áhorfendum í gíslingu frá upphafi til enda. Hún er þjóðfélagsádeila af bestu gerð og vekur til umhugsunar. Ekki bara um örlög barna fyrir þrjátíu árum síðan, heldur líka um örlög barna í dag. Veðramót hreyfir við áhorfendum og ólíkt mörgum öðrum bíómyndum, gerir hún ekki bara tilraun til að segja eitthvað. Henni tekst það. Rut Hermannsdóttir
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira