Hljómsveitin Lada Sport hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, Time and Time Again, á vegum Geimsteins. Platan inniheldur ellefu lög og hefur annað smáskífulagið, The World Is A Place For Kids Going Far, fengið góðar viðtökur.
Að sögn trommarans Haraldar Levís Gunnarssonar hófust upptökur á plötunni í janúar á þessu ári og kláruðust þær fjórum mánuðum síðar eftir nokkrar stuttar pásur. „Þetta er skemmtileg og fjörug plata, með líflegum og poppuðum hljómi,“ segir Haraldur. „Við erum búnir að vinna lengi að þessu og erum ógeðslega sáttir.“