Bubbi og Nylon saman á sviði 12. júlí 2007 07:00 Einar Bárðarson skipuleggur afmælistónleika fyrir Kaupþing. Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins hyggst Kaupþing blása til mikillar veislu á 25 ára afmæli fyrirtækisins síðar í sumar. Kaupþing hefur fengið sjálfan umboðsmann Íslands, Einar Bárðarson, til að skipuleggja stórtónleika sem fara fram annaðhvort á Miklatúni, Laugardalsvelli eða Nauthólsvík en líklegast verður að teljast að Miklatún verði fyrir valinu enda sýndi það sig með Sigur Rósar-tónleikunum að grasflöturinn hentar vel fyrir slíka viðburði. Tónleikarnir fara fram á sjálfan afmælisdaginn eða 17. ágúst. Undirbúningur hefur verið í gangi í þónokkuð langan tíma en mikil leynd hvílir yfir verkefninu. Nokkrir staðir hafa komið til greina við skipulagninguna og þá er það síður en svo létt verk að fá til liðs við sig alla fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar á einum degi. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál að svo stöddu,“ sagði Einar Bárðarson og var þögull sem gröfin. Sama var upp á teningnum hjá Benedikt Sigurðssyni,upplýsingafulltrúa Kaupþings, sem vildi ekkert láta hafa eftir sér. „Kaupþing verður 25 ára í ágúst, það er rétt, en hvað við ætlum að gera er algjört hernaðarleyndarmál.“ Enginn aðgangseyrir verður á tónleikana heldur hyggst Kaupþing bjóða íslensku þjóðinni. Til stendur að byggja eitt stærsta svið sem sögur fara af í íslenskri tónlistarsögu og verður ekkert til sparað og bæði hljóð- og ljósakerfi verða með því öflugustu sem um getur. Heimildir Fréttablaðsins herma að tónlistarfólk á borð við Nylon, Lay Low og Stuðmenn hafi þegar gefið vilyrði fyrir að spila á tónleikunum og komi því til með að trylla lýðinn. Þá mun sjálfur Bubbi Morthens einnig stíga á svið ef allt gengur samkvæmt óskum. Enn á þó fjöldi íslenskra tónlistarmanna eftir að gefa svar og því má reikna með mikilli tónlistarveislu um miðjan ágúst. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins hyggst Kaupþing blása til mikillar veislu á 25 ára afmæli fyrirtækisins síðar í sumar. Kaupþing hefur fengið sjálfan umboðsmann Íslands, Einar Bárðarson, til að skipuleggja stórtónleika sem fara fram annaðhvort á Miklatúni, Laugardalsvelli eða Nauthólsvík en líklegast verður að teljast að Miklatún verði fyrir valinu enda sýndi það sig með Sigur Rósar-tónleikunum að grasflöturinn hentar vel fyrir slíka viðburði. Tónleikarnir fara fram á sjálfan afmælisdaginn eða 17. ágúst. Undirbúningur hefur verið í gangi í þónokkuð langan tíma en mikil leynd hvílir yfir verkefninu. Nokkrir staðir hafa komið til greina við skipulagninguna og þá er það síður en svo létt verk að fá til liðs við sig alla fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar á einum degi. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál að svo stöddu,“ sagði Einar Bárðarson og var þögull sem gröfin. Sama var upp á teningnum hjá Benedikt Sigurðssyni,upplýsingafulltrúa Kaupþings, sem vildi ekkert láta hafa eftir sér. „Kaupþing verður 25 ára í ágúst, það er rétt, en hvað við ætlum að gera er algjört hernaðarleyndarmál.“ Enginn aðgangseyrir verður á tónleikana heldur hyggst Kaupþing bjóða íslensku þjóðinni. Til stendur að byggja eitt stærsta svið sem sögur fara af í íslenskri tónlistarsögu og verður ekkert til sparað og bæði hljóð- og ljósakerfi verða með því öflugustu sem um getur. Heimildir Fréttablaðsins herma að tónlistarfólk á borð við Nylon, Lay Low og Stuðmenn hafi þegar gefið vilyrði fyrir að spila á tónleikunum og komi því til með að trylla lýðinn. Þá mun sjálfur Bubbi Morthens einnig stíga á svið ef allt gengur samkvæmt óskum. Enn á þó fjöldi íslenskra tónlistarmanna eftir að gefa svar og því má reikna með mikilli tónlistarveislu um miðjan ágúst.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira