Dansinn dunar 11. júlí 2007 02:45 Ögrandi taktar og banvænir krókar gera Attack Decay Sustain Release aðra af stóru partíplötum sumarsins (hin er † með Justice). Steinþór Helgi ArnsteinssonSimian Mobile Disco (SMD) er rafrænn dansdúett nafnanna James Ford og James Shaw. Þeir voru áður í kvintettinum Simian sem gerði lagið Never Be Alone sem seinna var endurhljóðblandað af Frökkunum í Justice. Varð þá til klúbbaslagarinn We Are Your Friends með Justice vs. Simian. Frá 2005 hafa SMD síðan verið að endurhljóðblanda urmul af lögum, til dæmis með Klaxons, The Rapture og Air við góðan orðstír. SMD hafa einnig gefið út nokkrar smáskífur hjá franska plötufyrirtækinu Kitsuné sem er leiðandi í danstónlistarsenu heimsins nú um stundir ásamt Ed Banger (þar sem Justice er einmitt stærsta nafnið). Á Attack Decay Sustain Release er einmitt að finna þessar fyrri smáskífur sem hafa verið svo áberandi á dansgólfum skemmtistaða. Þvílíkt safn eitraðra hittara hefur því ekki komið út innan danstónlistarsenunnar í langan tíma. Í raun er hvert einasta lag plötunnar til þess fallið að gera allt vitlaust á dansgólfinu og þau fara líka létt með það. Æsingslegir taktar, ótrúlega grípandi krókar og mínimalísk óhljóð eru flaggskip plötunnar. Oft bætast líka við einfaldir textar sem trufla mann ekki mikið og gefa lögunum oft aukna vídd. „I believe / you could be / what I need / to believe“ og „Love is all you need to know / and love is all you need / to know“ eru dæmi um passlega hnyttni. Bestu lög plötunnar eru án nokkurs vafa It‘s the Beat (sem söngkona The Go! Team syngur) og Hustler. Tryllingslega góð lög. En eins og áður segir eru nær öll lögin hreinræktaðir klúbbahittarar. Undantekningarnar eru I Got This Down sem er viðvaningslegt fönklag og lokalagið Scott sem hefði mátt sleppa. Setjið samt bara þessa plötu á fóninn og þá þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af partíinu. Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Steinþór Helgi ArnsteinssonSimian Mobile Disco (SMD) er rafrænn dansdúett nafnanna James Ford og James Shaw. Þeir voru áður í kvintettinum Simian sem gerði lagið Never Be Alone sem seinna var endurhljóðblandað af Frökkunum í Justice. Varð þá til klúbbaslagarinn We Are Your Friends með Justice vs. Simian. Frá 2005 hafa SMD síðan verið að endurhljóðblanda urmul af lögum, til dæmis með Klaxons, The Rapture og Air við góðan orðstír. SMD hafa einnig gefið út nokkrar smáskífur hjá franska plötufyrirtækinu Kitsuné sem er leiðandi í danstónlistarsenu heimsins nú um stundir ásamt Ed Banger (þar sem Justice er einmitt stærsta nafnið). Á Attack Decay Sustain Release er einmitt að finna þessar fyrri smáskífur sem hafa verið svo áberandi á dansgólfum skemmtistaða. Þvílíkt safn eitraðra hittara hefur því ekki komið út innan danstónlistarsenunnar í langan tíma. Í raun er hvert einasta lag plötunnar til þess fallið að gera allt vitlaust á dansgólfinu og þau fara líka létt með það. Æsingslegir taktar, ótrúlega grípandi krókar og mínimalísk óhljóð eru flaggskip plötunnar. Oft bætast líka við einfaldir textar sem trufla mann ekki mikið og gefa lögunum oft aukna vídd. „I believe / you could be / what I need / to believe“ og „Love is all you need to know / and love is all you need / to know“ eru dæmi um passlega hnyttni. Bestu lög plötunnar eru án nokkurs vafa It‘s the Beat (sem söngkona The Go! Team syngur) og Hustler. Tryllingslega góð lög. En eins og áður segir eru nær öll lögin hreinræktaðir klúbbahittarar. Undantekningarnar eru I Got This Down sem er viðvaningslegt fönklag og lokalagið Scott sem hefði mátt sleppa. Setjið samt bara þessa plötu á fóninn og þá þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af partíinu.
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira