Potts gefur út plötu 8. júlí 2007 11:30 Paul Potts á aðdáendur um allan heim eftir að myndbrot með söng hans sló í gegn á YouTube. Paul Potts, símasölumaðurinn sem nýlega vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með frammistöðu sinni í þáttunum Britain"s got talent, hefur lokið við upptökur á sinni fyrstu plötu og er hún væntanleg í verslanir í næstu viku. Sem kunnugt er sigraði Potts í keppninni en hann er tenór sem einbeitir sér að poppklassík, ekki ósvipað og Garðar Thor Cortes. Reyndar eru þrjú laga Potts á plötunni, Nessun Dorma, Caruso og Nella Fantasia, að finna einnig á plötu Garðars Thors. „Lögin sem ég valdi á plötuna skipa sérstakan sess í hjarta mínu vegna minninganna sem tengjast þeim,“ segir Potts. Plata Potts ber heitið One change og mun í fyrstu fara í verslanir í fimmtán löndum, meðal annars Bandaríkjunum, Ástralíu og öllum stærstu Evrópulöndunum. Talið er að platan geti fært Potts yfir hálfan milljarð í tekjur. „Það er ótrúlegt að mér skuli vera sýndur svona mikill áhugi um heim allan. Ég ætla ekki að klúðra þessu tækifæri.“ Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Paul Potts, símasölumaðurinn sem nýlega vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með frammistöðu sinni í þáttunum Britain"s got talent, hefur lokið við upptökur á sinni fyrstu plötu og er hún væntanleg í verslanir í næstu viku. Sem kunnugt er sigraði Potts í keppninni en hann er tenór sem einbeitir sér að poppklassík, ekki ósvipað og Garðar Thor Cortes. Reyndar eru þrjú laga Potts á plötunni, Nessun Dorma, Caruso og Nella Fantasia, að finna einnig á plötu Garðars Thors. „Lögin sem ég valdi á plötuna skipa sérstakan sess í hjarta mínu vegna minninganna sem tengjast þeim,“ segir Potts. Plata Potts ber heitið One change og mun í fyrstu fara í verslanir í fimmtán löndum, meðal annars Bandaríkjunum, Ástralíu og öllum stærstu Evrópulöndunum. Talið er að platan geti fært Potts yfir hálfan milljarð í tekjur. „Það er ótrúlegt að mér skuli vera sýndur svona mikill áhugi um heim allan. Ég ætla ekki að klúðra þessu tækifæri.“
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira