Sverrir Bergman í fótspor Oasis 4. júlí 2007 07:15 Sverrir Bergman hyggst halda út til Cornwall í ágúst og tekur þar upp sólóplötu sína. „Ég reikna með að fara þarna út í ágúst,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergman en hann hyggst halda í upptökuverið Sawmills og taka upp sólóplötu. Sverrir reiknaði fastlega með því að platan myndi taka þátt í hinu árlega jólaplötuflóði. Söngvarinn fer ekki einn síns liðs út en meðal þeirra sem verða með í för eru Franz Gunnarsson, gítarleikari Dr. Spock. „Og svo reikna ég með því að við bætist tveir Bretar sem ég hef verið í ágætum samskiptum við.“ Sawmills-upptökuverið er ákaflega þekkt í breskum tónlistargeira en það er staðsett í Cornwall á suðurströnd Englands. Upptökuverið er fjarri vegum og bílaumferð við Fowey-vatnið og því þurfa gestir staðarins að ferðast til og frá föstu landi með bát. Sawmills komst í sögubækurnar þegar Gallagher-bræðurnir Liam og Noel komu þar ásamt sveit sinni Oasis og tóku upp frumraun sína Definitely Maybe árið 1994 en platan gerði allt brjálað í Evrópu. Þá hafa sveitir á borð við Muse og Stone Roses tekið upp efni þarna sem og gamli rokkhundurinn Robert Plant. Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég reikna með að fara þarna út í ágúst,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergman en hann hyggst halda í upptökuverið Sawmills og taka upp sólóplötu. Sverrir reiknaði fastlega með því að platan myndi taka þátt í hinu árlega jólaplötuflóði. Söngvarinn fer ekki einn síns liðs út en meðal þeirra sem verða með í för eru Franz Gunnarsson, gítarleikari Dr. Spock. „Og svo reikna ég með því að við bætist tveir Bretar sem ég hef verið í ágætum samskiptum við.“ Sawmills-upptökuverið er ákaflega þekkt í breskum tónlistargeira en það er staðsett í Cornwall á suðurströnd Englands. Upptökuverið er fjarri vegum og bílaumferð við Fowey-vatnið og því þurfa gestir staðarins að ferðast til og frá föstu landi með bát. Sawmills komst í sögubækurnar þegar Gallagher-bræðurnir Liam og Noel komu þar ásamt sveit sinni Oasis og tóku upp frumraun sína Definitely Maybe árið 1994 en platan gerði allt brjálað í Evrópu. Þá hafa sveitir á borð við Muse og Stone Roses tekið upp efni þarna sem og gamli rokkhundurinn Robert Plant.
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira