Magni syngur bandaríska þjóðsönginn 4. júlí 2007 10:15 Magni Ásgeirsson fékk að kynnast bandarískum siðvenjum með þátttöku sinni í Rockstar. Hann hefur þó aldrei sungið bandaríska þjóðsönginn. Samsett mynd/olga „Ég spurði hvort ég mætti taka Hendrix-útgáfuna. Það var ekki tekið neitt sérstaklega vel í það,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson, en hann mun syngja bandaríska þjóðsönginn í einkasamkvæmi á vegum ameríska sendiráðsins í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Magni segir verkefnið leggjast vel í sig þrátt fyrir að hann hafi aldrei spreytt sig á söngnum áður og þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær var hann ekki búinn að læra textann. Auk þess hafði lítið verið um æfingar. „Ég verð með textann á blaði og treysti mér varla í annað. Þótt lagið sé mjög stutt er textinn mjög erfiður. Það eru nokkur mjög flókin orð þarna sem heyrast aldrei í hefðbundnu talmáli,“ segir Magni en líklegt er að hann verði með gítarinn sér til halds og trausts í flutningnum. Alla jafna þykir það mikill heiður að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna og kveðst Magni vissulega stoltur yfir því að hafa verið beðinn um að taka lagið fyrir sendiráðið. „En það yrði miklu meiri heiður fyrir mig að syngja íslenska þjóðsönginn,“ segir Magni sem þó telur hæpið að hann muni spreyta sig á þeim íslenska á opinberum vettvangi. „Nei, varla. Það er eiginlega aðeins á færi lærðra óperusöngvara að syngja íslenska þjóðsönginn. Lagið fer alveg niður í Johnny Cash og upp í Josh Groban svo að ég ætti ekkert auðvelt með það. En það mætti alveg reyna það.“ Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég spurði hvort ég mætti taka Hendrix-útgáfuna. Það var ekki tekið neitt sérstaklega vel í það,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson, en hann mun syngja bandaríska þjóðsönginn í einkasamkvæmi á vegum ameríska sendiráðsins í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Magni segir verkefnið leggjast vel í sig þrátt fyrir að hann hafi aldrei spreytt sig á söngnum áður og þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær var hann ekki búinn að læra textann. Auk þess hafði lítið verið um æfingar. „Ég verð með textann á blaði og treysti mér varla í annað. Þótt lagið sé mjög stutt er textinn mjög erfiður. Það eru nokkur mjög flókin orð þarna sem heyrast aldrei í hefðbundnu talmáli,“ segir Magni en líklegt er að hann verði með gítarinn sér til halds og trausts í flutningnum. Alla jafna þykir það mikill heiður að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna og kveðst Magni vissulega stoltur yfir því að hafa verið beðinn um að taka lagið fyrir sendiráðið. „En það yrði miklu meiri heiður fyrir mig að syngja íslenska þjóðsönginn,“ segir Magni sem þó telur hæpið að hann muni spreyta sig á þeim íslenska á opinberum vettvangi. „Nei, varla. Það er eiginlega aðeins á færi lærðra óperusöngvara að syngja íslenska þjóðsönginn. Lagið fer alveg niður í Johnny Cash og upp í Josh Groban svo að ég ætti ekkert auðvelt með það. En það mætti alveg reyna það.“
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira