Velheppnað popp 1. júlí 2007 01:30 Good Girl Gone Bad Rihanna HHH Good Girl Gone Bad ristir ekki djúpt, en lögin eru góð og útsetningarnar eru nógu frísklegar til að halda athyglinni. Gott dæmi um vel heppnað vinsældarpopp. Hin 19 ára gamla græneygða Robyn Rihanna Fenty frá Barbados sló í gegn fyrir tveimur árum með Karíbahafslitaða r&b sumarsmellnum Pon De Replay og fylgdi honum eftir með S.O.S. í fyrra. Good Girl Gone Bad er hennar þiðja plata og það er ekkert lát á smellunum. Lagið Umbrella sem hún syngur ásamt Jay-Z stefnir í að verða eitt af lögum sumarsins 2007. Rihanna er á samningi hjá hinni fornfrægu hip-hop útgáfu Def Jam sem Jay-Z stýrir, en þrátt fyrir það og þá staðreynd að Timbaland stjórnar upptökum á nokkrum laganna á Good Girl Gone Bad þá er tónlistin á henni hreinræktað popp. Taktarnir eru einfaldir og útsetningarnar eiga meira sameiginlegt með stúlknasveita-poppi Atomic Kitten og Girls Aloud heldur en Missy Elliott eða Mary J. Blige. En þetta er mjög vel heppnuð poppplata. Hún samanstendur af kraftmiklum og dansvænum lögum og ballöðum. Lagasmíðarnar eru grípandi og útsetningarnar eru nógu frískar til að halda athyglinni. Og þetta er ekki plata með örfáum smellum og fyllt upp í með rusli eins og er svo algengt í iðnaðarpoppinu. Hér er fullt af fínum lögum og platan hefur góðan heildarsvip. Rihanna er líka ágæt söngkona. Hljómurinn í röddinni hennar minnir svolítið á Beyoncé. Hún skilar sínu vel þó að hún sé ekki að vinna nein söngafrek. Trausti Júlíusson Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hin 19 ára gamla græneygða Robyn Rihanna Fenty frá Barbados sló í gegn fyrir tveimur árum með Karíbahafslitaða r&b sumarsmellnum Pon De Replay og fylgdi honum eftir með S.O.S. í fyrra. Good Girl Gone Bad er hennar þiðja plata og það er ekkert lát á smellunum. Lagið Umbrella sem hún syngur ásamt Jay-Z stefnir í að verða eitt af lögum sumarsins 2007. Rihanna er á samningi hjá hinni fornfrægu hip-hop útgáfu Def Jam sem Jay-Z stýrir, en þrátt fyrir það og þá staðreynd að Timbaland stjórnar upptökum á nokkrum laganna á Good Girl Gone Bad þá er tónlistin á henni hreinræktað popp. Taktarnir eru einfaldir og útsetningarnar eiga meira sameiginlegt með stúlknasveita-poppi Atomic Kitten og Girls Aloud heldur en Missy Elliott eða Mary J. Blige. En þetta er mjög vel heppnuð poppplata. Hún samanstendur af kraftmiklum og dansvænum lögum og ballöðum. Lagasmíðarnar eru grípandi og útsetningarnar eru nógu frískar til að halda athyglinni. Og þetta er ekki plata með örfáum smellum og fyllt upp í með rusli eins og er svo algengt í iðnaðarpoppinu. Hér er fullt af fínum lögum og platan hefur góðan heildarsvip. Rihanna er líka ágæt söngkona. Hljómurinn í röddinni hennar minnir svolítið á Beyoncé. Hún skilar sínu vel þó að hún sé ekki að vinna nein söngafrek. Trausti Júlíusson
Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp