Damon frumsýnir óperu 27. júní 2007 03:30 Damon Albarn er völundur á tónlistarsviðinu eins og sannast með nýju verki hans sem er ópera. Nordicphotos/afp Nýtt verk Damons Albarn verður frumsýnt í Manchester á morgun. Verkið er sungið á mandarín-tungu og spilað er undir á glerharmonikku. Ópera eftir popparann Damon Albarn verður frumsýnd í Manchester á Englandi á morgun. Verkið ber heitið „Monkey: Journey to the West" en í viðtali við dagblaðið The Telegraph heldur tónskáldið því fram fullum fetum að þar sé ópera á ferð. Verkið er sungið, reyndar á mandarín-tungu, en greinarhöfundurinn getur þess að betra væri að líta á verkið sem kínverskan „byltingar-ballett" með rúmlega þrjátíu fimleikamönnum og dönsurum auk myndskreytinga Jamies Hewlett sem skrýtt hefur margmiðluð verkefni hljómsveitarinnar Gorillaz. Hljóðfæraskipan er einnig heldur óvenjuleg en þar er leikið á glerharmonikku, kínverskar lútur og flautur auk hins tignarlega spils ondes Martenot sem tónskáldið franska Olivier Messiaen hampaði mjög og Albarn getur að hann sé nokkuð heillaður af. Hljóðfæraleikarnir grípa einnig í túbur og fiðlur en eini þátttakandinn í flutningnum sem er algjörlega af „klassíska skólanum" er stjórnandi ævintýrisins, André de Ridder, en hann stýrði nýlega tónleikauppfærslu á óperu Hafliða Hallgrímssonar, Viröld fláa, sem sýnd var hér á vordögum í tilefni af Listahátíð. Sjálfur segist Albarn aðeins hafa séð eina óperu, Orfeus eftir Monteverdi sem leikstjórinn Shi-Zheng setti upp en sá leikstýrir einnig þessu nýjasta útspili Albarns. Sagan sjálf er einnig komin frá Zheng en hún byggir á fornri kínverskri goðsögu. Albarn er sagður lítt gefinn fyrir að endurtaka sig svo forvitnir lesendur gætu þurft að hafa hraðann á ætli þeir ekki að missa af þessum viðburði en sýningum á verkinu lýkur 15. júlí. Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nýtt verk Damons Albarn verður frumsýnt í Manchester á morgun. Verkið er sungið á mandarín-tungu og spilað er undir á glerharmonikku. Ópera eftir popparann Damon Albarn verður frumsýnd í Manchester á Englandi á morgun. Verkið ber heitið „Monkey: Journey to the West" en í viðtali við dagblaðið The Telegraph heldur tónskáldið því fram fullum fetum að þar sé ópera á ferð. Verkið er sungið, reyndar á mandarín-tungu, en greinarhöfundurinn getur þess að betra væri að líta á verkið sem kínverskan „byltingar-ballett" með rúmlega þrjátíu fimleikamönnum og dönsurum auk myndskreytinga Jamies Hewlett sem skrýtt hefur margmiðluð verkefni hljómsveitarinnar Gorillaz. Hljóðfæraskipan er einnig heldur óvenjuleg en þar er leikið á glerharmonikku, kínverskar lútur og flautur auk hins tignarlega spils ondes Martenot sem tónskáldið franska Olivier Messiaen hampaði mjög og Albarn getur að hann sé nokkuð heillaður af. Hljóðfæraleikarnir grípa einnig í túbur og fiðlur en eini þátttakandinn í flutningnum sem er algjörlega af „klassíska skólanum" er stjórnandi ævintýrisins, André de Ridder, en hann stýrði nýlega tónleikauppfærslu á óperu Hafliða Hallgrímssonar, Viröld fláa, sem sýnd var hér á vordögum í tilefni af Listahátíð. Sjálfur segist Albarn aðeins hafa séð eina óperu, Orfeus eftir Monteverdi sem leikstjórinn Shi-Zheng setti upp en sá leikstýrir einnig þessu nýjasta útspili Albarns. Sagan sjálf er einnig komin frá Zheng en hún byggir á fornri kínverskri goðsögu. Albarn er sagður lítt gefinn fyrir að endurtaka sig svo forvitnir lesendur gætu þurft að hafa hraðann á ætli þeir ekki að missa af þessum viðburði en sýningum á verkinu lýkur 15. júlí.
Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp