Flestir fá borgað undir borðið 27. júní 2007 02:00 Bjarni Ara gefur alla sína vinnu upp til skatts. Segir laun sín samkomulagsatriði hverju sinni. „Ég gef allt mitt upp til skatts. Hvað ég tek svo fyrir þetta er síðan bara samkomulag og snýr að umfangi og öðrum þáttum,“ segir Bjarni Arason, söngvarinn góðkunni. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær eru þó nokkrir íslenskir söngvarar margbókaðir í brúðkaup þann 07.07.07 en þá verður væntanlega slegið nýtt met í því að gefa fólk saman frammi fyrir Guði og mönnum. Söngvarar á borð við Diddú og Bjarna voru til að mynda fjórbókaðir þennan dag en sá sem reyndist vera kóngurinn í þessum fræðum var Páll Óskar Hjálmtýsson; hann var bókaður í sjö brúðkaup. Þegar Fréttablaðið kynnti sér þetta mál kom í ljós að fáir söngvarar vildu gefa upp hversu mikið þeir fengju greitt fyrir að syngja í brúðkaupum. Greiðslurnar virðast enda oftast ekki gefnar upp til skatts. Samkvæmt skattalögum ber þó tónlistarfólki að gefa upp þessar tekjur sínar. „Þetta eru tekjur og eru því tekjuskattskyldar. Starfsemi tónlistarmanna sem og annarra listamanna er hins vegar undanþegin virðisaukaskatti,“ sagði Ragnar Guðmundsson hjá Ríkisskattsstjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má hafa nokkuð gott upp úr því að syngja fyrir hin nýgiftu en upphæðirnar eru misjafnar eftir því hver á í hlut. Þannig heyrðust tölur frá fjörutíu og fimm þúsund krónum og upp í 270 þúsund krónur fyrir eina athöfn en síðastnefnda upphæðin þykir einstök enda umræddur tónlistarmaður síður en svo þekktur fyrir að syngja í brúðkaupum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta sjálfur Bubbi Morthens en ekki náðist í hann til að fá þessa tölu staðfesta. Garðar Thor Cortes söng á upphafsárum sínum í ófáum brúðkaupum en það hefur heldur betur breyst eftir að hann tók Bretland með trompi. Einar Bárðarson sagði í samtali við Fréttablaðið að fáir hefðu efni á því að láta stórtenórinn syngja í hjónavígslunni hjá sér en viðurkenndi þó að Garðar myndi syngja í örfáum þetta sumarið. „Menn af hans gæðaflokki eiga hins vegar ekki að þurfa að syngja í svona sér til framfæris.“ Algengast er að vinsælir popptónlistarmenn taki í kringum 70-75 þúsund krónur en oftast syngja þeir þá þrjú lög við athöfnina. Hins vegar vakti athygli að þeir sem jafnan eru taldir vera bestir í sínu fagi virðast taka mun lægri upphæð og þar fara þau Bergþór Pálsson, Diddú, Egill Ólafsson og Páll Óskar Hjálmtýsson fremst í flokki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostar það á bilinu 35 til 45 þúsund krónur að fá eitthvert þeirra til að syngja. Hljóðfæraleikarar taka hins vegar mun lægri upphæðir fyrir spilamennsku sína og kosta ekki nema 25 þúsund krónur. Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ég gef allt mitt upp til skatts. Hvað ég tek svo fyrir þetta er síðan bara samkomulag og snýr að umfangi og öðrum þáttum,“ segir Bjarni Arason, söngvarinn góðkunni. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær eru þó nokkrir íslenskir söngvarar margbókaðir í brúðkaup þann 07.07.07 en þá verður væntanlega slegið nýtt met í því að gefa fólk saman frammi fyrir Guði og mönnum. Söngvarar á borð við Diddú og Bjarna voru til að mynda fjórbókaðir þennan dag en sá sem reyndist vera kóngurinn í þessum fræðum var Páll Óskar Hjálmtýsson; hann var bókaður í sjö brúðkaup. Þegar Fréttablaðið kynnti sér þetta mál kom í ljós að fáir söngvarar vildu gefa upp hversu mikið þeir fengju greitt fyrir að syngja í brúðkaupum. Greiðslurnar virðast enda oftast ekki gefnar upp til skatts. Samkvæmt skattalögum ber þó tónlistarfólki að gefa upp þessar tekjur sínar. „Þetta eru tekjur og eru því tekjuskattskyldar. Starfsemi tónlistarmanna sem og annarra listamanna er hins vegar undanþegin virðisaukaskatti,“ sagði Ragnar Guðmundsson hjá Ríkisskattsstjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má hafa nokkuð gott upp úr því að syngja fyrir hin nýgiftu en upphæðirnar eru misjafnar eftir því hver á í hlut. Þannig heyrðust tölur frá fjörutíu og fimm þúsund krónum og upp í 270 þúsund krónur fyrir eina athöfn en síðastnefnda upphæðin þykir einstök enda umræddur tónlistarmaður síður en svo þekktur fyrir að syngja í brúðkaupum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta sjálfur Bubbi Morthens en ekki náðist í hann til að fá þessa tölu staðfesta. Garðar Thor Cortes söng á upphafsárum sínum í ófáum brúðkaupum en það hefur heldur betur breyst eftir að hann tók Bretland með trompi. Einar Bárðarson sagði í samtali við Fréttablaðið að fáir hefðu efni á því að láta stórtenórinn syngja í hjónavígslunni hjá sér en viðurkenndi þó að Garðar myndi syngja í örfáum þetta sumarið. „Menn af hans gæðaflokki eiga hins vegar ekki að þurfa að syngja í svona sér til framfæris.“ Algengast er að vinsælir popptónlistarmenn taki í kringum 70-75 þúsund krónur en oftast syngja þeir þá þrjú lög við athöfnina. Hins vegar vakti athygli að þeir sem jafnan eru taldir vera bestir í sínu fagi virðast taka mun lægri upphæð og þar fara þau Bergþór Pálsson, Diddú, Egill Ólafsson og Páll Óskar Hjálmtýsson fremst í flokki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostar það á bilinu 35 til 45 þúsund krónur að fá eitthvert þeirra til að syngja. Hljóðfæraleikarar taka hins vegar mun lægri upphæðir fyrir spilamennsku sína og kosta ekki nema 25 þúsund krónur.
Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira