Nýtt lag frá Þú og ég 14. júní 2007 05:00 Dúettinn hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir Sætasta stelpan á ballinu. Gamli góði dúettinn Þú og ég tók nýlega upp nýtt lag sem heitir Sætasta stelpan á ballinu og er hægt að nálgast það á heimasíðunni tonlist.is. Þetta kemur eflaust mörgum á óvart enda er langt síðan dúettinn hætti störfum. Lagið er úr smiðju Gunnars Þórðarsonar og Jónasar Friðriks Gunnarssonar. „Gunni Þórðar átti nú þá hugmynd á sínum tíma að gera plötuna Ljúfa líf. Hann hringdi svo í okkur núna í vor og bað okkur um að syngja með Ragga Bjarna á plötu sem kemur út núna fyrir næstu jól,“ segir Jóhann Helgason annar helmingur dúettsins sem eins og flestir vita er einnig skipaður Helgu Möller. „Þegar við hittumst þarna aftur kom upp svona gamall fílingur. Seinna hringdi Gunni í okkur aftur og sagðist vera með lag og texta sem yrði eiginlega að koma út núna, út af textanum. Við skelltum okkur heim til hans og sungum þetta inn en hann kláraði svo lagið.“ Lagið er enn aðeins fáanlegt á tonlist.is en einnig hefur það heyrst á útvarpsstöðvum landsins. „Það er ekki nema við gerum einhverja safnplötu að það gæti verið gefið út. Lagið er nokkuð ósvipað okkar fyrri lögum, það er svolítið fullorðinslegt. Við höfum nú elst aðeins svo það er ekki sami ungæðishátturinn á þessu,“ segir Jóhann og útilokar ekki „kombakk“ frá dúettinum. „Ég ætla nú ekki að lofa því en um leið vil ég heldur ekki útiloka neitt.“ Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Gamli góði dúettinn Þú og ég tók nýlega upp nýtt lag sem heitir Sætasta stelpan á ballinu og er hægt að nálgast það á heimasíðunni tonlist.is. Þetta kemur eflaust mörgum á óvart enda er langt síðan dúettinn hætti störfum. Lagið er úr smiðju Gunnars Þórðarsonar og Jónasar Friðriks Gunnarssonar. „Gunni Þórðar átti nú þá hugmynd á sínum tíma að gera plötuna Ljúfa líf. Hann hringdi svo í okkur núna í vor og bað okkur um að syngja með Ragga Bjarna á plötu sem kemur út núna fyrir næstu jól,“ segir Jóhann Helgason annar helmingur dúettsins sem eins og flestir vita er einnig skipaður Helgu Möller. „Þegar við hittumst þarna aftur kom upp svona gamall fílingur. Seinna hringdi Gunni í okkur aftur og sagðist vera með lag og texta sem yrði eiginlega að koma út núna, út af textanum. Við skelltum okkur heim til hans og sungum þetta inn en hann kláraði svo lagið.“ Lagið er enn aðeins fáanlegt á tonlist.is en einnig hefur það heyrst á útvarpsstöðvum landsins. „Það er ekki nema við gerum einhverja safnplötu að það gæti verið gefið út. Lagið er nokkuð ósvipað okkar fyrri lögum, það er svolítið fullorðinslegt. Við höfum nú elst aðeins svo það er ekki sami ungæðishátturinn á þessu,“ segir Jóhann og útilokar ekki „kombakk“ frá dúettinum. „Ég ætla nú ekki að lofa því en um leið vil ég heldur ekki útiloka neitt.“
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira