Fótbolti

McClaren: Þetta er sorgardagur

Steve McClaren
Steve McClaren NordicPhotos/GettyImages

Steve McClaren, sem rekinn var úr starfi landsliðsþjálfara Englendinga í dag, segir daginn í dag vera einn mesta sorgardag á sínum ferli.

"Þetta er einn daprasti dagur sem ég hef upplifað. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að þjálfa enska landsliðið í 18 mánuði og það er þungbært að vera rekinn. Ég skil þó afstöðu knattspyrnusambandsins en ég er enn vonsvikinn fyrir hönd fólksins sem í landinu - því það var það sem tapaði mestu í gærkvöld," sagði McClaren í samtali við Sky.

Hann segist ekki geta falið sig á bak við afsakanir á borð við meiðsli þegar horft er um öxl. "Ég gæti komið með afsakanir um öll meiðslin sem hafa verið í hópnum en þetta voru 12 leikir sem við höfðum til að komast á EM og það tókst ekki. Fólk gagnrýnir okkur alla eftir þessa niðurstöðu, en það er ég sem verð að taka við skellnum - því það var ég sam bað fólk að dæma mig á úrslitunum sem ég næði með liðið - og nú hefur það gerst," sagði McClaren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×