Fótbolti

Beckham: Strákarnir eru allir í sárum

NordicPhotos/GettyImages

David Beckham blæs á ásakanir bresku þjóðarinnar að milljónamæringarnir í enska landsliðinu kæri sig kollóta um örlög sín í gær þegar í ljós kom að liðið kæmist ekki á EM næsta sumar.

"Það eru fólk þarna úti sem fullyrðir að okkur sé alveg sama þó við höfum tapað, en treystið mér, það er ekki þannig. Það er mikil sorg í búningsherbergjum enska landsliðsins núna. Það skiptir engu máli hvað þú ert með háar tekjur, átt mörg hús eða bíla - það er alltaf sárt að tapa," sagði Beckham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×