Svona var landsliðsþjálfaratími McClarens 22. nóvember 2007 10:58 Ballið er búið hjá Steve McClaren. Steve McClaren var í dag rekinn úr starfi sínum sem þjálfari enska landsliðins í fótbolta. Hér fyrir neðan má sjá há- og lágpunkta á meðan McClaren var við stjórnvölinn. 1. ágúst, 2006 Tekur við af enska landsliðinu af Sven-Göran Eriksson11. ágúst Velur David Beckham ekki í fyrsta landsliðshóp sinn og segir "Ég er að byggja upp lið til framtíðar og David var ekki inni í þeim áformum."16. ágúst Vinnur 4-0 sigur á Grikkjum í vináttuleik þar sem nýi fyrirliðinn John Terry skorar með skalla. Stjórnartíð McClaren byrjar með látum.2. september England vinnur fyrsta alvöruleik sinn undir stjórn McClaren þar sem Jermain Defoe skorar eitt marka Englands í 5-0 sigri á grátlega lélegu liði Andorra.6. september Englendingar vinna Makedóna 1-0 á útivelli þar sem Peter Crouch skorar og tryggir McClaren fyrsta útisigur sinn með enska liðið.7. október McClaren finnur fyrst fyrir pressunni þegar Englendingar ná aðeins markalausu jafntefli við Makedóníu á heimavelli. Enska þjóðin byrjar að kalla eftir því að Beckham verði kallaður inn í hópinn á ný til að hressa upp á andleysið í liðinu.15. október Englendingar gera 1-1 jafntefli við Hollendinga í vináttuleik. Frammistaðan þykir lofa góðu um framheldið.7. febrúar 2007 Enska liðið tapar 1-0 fyrir Spánverjum í vináttuleik þar sem McClaren gefur mönnum utan kjarnans tækifæri til að sanna sig.24. mars Englendingar gera markalaust jafntefli við Ísraela. Tvö töpuð stig í viðbót fyrir enska liðið í undankeppninni og gagnrýnin eykst til muna á McClaren eftir enn eina andlausa frammistöðuna.28. mars Englendingar fara til búningsherbergja undir háværu bauli stuðningsmanna í hálfleik gegn Andorra þar sem staðan var 0-0. Þeir komu til baka í síðari hálfleik og skoruðu þrjú mörk (Gerrard 2, Nugent) til að bjarga McClaren frá niðurlægingu.1. júní McClaren gengur glottandi af velli eftir að Englendingar gera 1-1 jafntefli við Brasilíu í vináttuleik á Wembley.6. júní Englendingar næla í þrjú skyldustig í 3-0 sigri á Eistum.22. ágúst Frank Lampard skorar fyrir Englendinga en það nægir ekki þegar liðið tapar 2-1 í vináttuleik gegn gömlu erkifjendunum Þjóðverjum.8. september McClaren fer að glotta aftur eftir að enska liðið vinnur nokkuð auðveldan 3-0 sigur á Ísrael.12. september Enska liðið virðist vera að rétta úr kútnum eftir 3-0 sigur á Rússum á Wembley þar sem Michael Owen skorar tvívegis og Rio Ferdinand bætir við því þriðja undir lokin.13. október Enn einn 3-0 sigurinn og nú á Eistum. Shaun Wright-Phillips og Wayne Rooney skora fyrir England og þriðja markið er sjálfsmark.17. október Englendingar keyra á vegg á gervigrasinu í Moskvu eftir góðan sprett í leikjunum á undan. Rooney kemur liðinu yfir en Roman Pvluchenko jafnar úr víti og nýtir sér svo mistök Paul Robinson til að tryggja Rússunum sigurinn.16. nóvember Englendingar þurfa á góðum sigri að halda til að rífa sig upp fyrir lokaleikinn gegn Króötum en vinna 1-0 baráttusigur á Austurríki í leiðinlegum leik. Enskir stuðningsmenn vilja að McClaren segi af sér.17. nóvember Ísraelar redda McClaren fyrir horn með því að leggja Rússa á heimavelli og á sama tíma tapa Króatar fyrir Makedóníumönnum. Vonir Englendinga um að komast á EM vakna á ný og enska landsliðinu nægir jafntefli á heimavelli í síðasta leik til að komast á stórmótið þrátt fyrir að útlitið hafi verið dökkt nokkrum dögum áður.21. nóvember Hamfaradagur í enskri knattspyrnu. Englendingar tapa 3-2 fyrir Króötum á heimavelli í leik þar sem linu nægði jafntefli til að forða sér frá milljarði punda í tekjutap með því að sitja heima á EM næsta sumar. Enska liðið er glórulaust í byrjun leiks og lendir undir 2-0, nær að jafna með góðri baráttu en fær á sig mark undir lokin og draumurinn er út eftir að Rússar vinna naumlega Andorra í lokaleiknum. Enska liðið var ekki að leika vel frekar en fyrri daginn en ábyrgðin liggur hjá McClaren sem ákveður að gera stórar breytingar á hópnum - Eins og að setja óreyndan mann í markið sem fær á sig klaufamark á fyrstu mínútum leiksins. Þá er McClaren harðlega gagnrýndur fyrir að spila leikkerfið 4-5-1 sem aldrei hefur skilað landsliðinu neinum kampavínsbolta.22. nóvember Krísufundur haldinn hjá enska knattspyrnusambandinu þar sem Steve McClaren er rekinn. Leitin að eftirmanni hans er hafin. Enginn þjálfari enska landsliðsins hefur setið skemur í stólnum og McClaren. Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Steve McClaren var í dag rekinn úr starfi sínum sem þjálfari enska landsliðins í fótbolta. Hér fyrir neðan má sjá há- og lágpunkta á meðan McClaren var við stjórnvölinn. 1. ágúst, 2006 Tekur við af enska landsliðinu af Sven-Göran Eriksson11. ágúst Velur David Beckham ekki í fyrsta landsliðshóp sinn og segir "Ég er að byggja upp lið til framtíðar og David var ekki inni í þeim áformum."16. ágúst Vinnur 4-0 sigur á Grikkjum í vináttuleik þar sem nýi fyrirliðinn John Terry skorar með skalla. Stjórnartíð McClaren byrjar með látum.2. september England vinnur fyrsta alvöruleik sinn undir stjórn McClaren þar sem Jermain Defoe skorar eitt marka Englands í 5-0 sigri á grátlega lélegu liði Andorra.6. september Englendingar vinna Makedóna 1-0 á útivelli þar sem Peter Crouch skorar og tryggir McClaren fyrsta útisigur sinn með enska liðið.7. október McClaren finnur fyrst fyrir pressunni þegar Englendingar ná aðeins markalausu jafntefli við Makedóníu á heimavelli. Enska þjóðin byrjar að kalla eftir því að Beckham verði kallaður inn í hópinn á ný til að hressa upp á andleysið í liðinu.15. október Englendingar gera 1-1 jafntefli við Hollendinga í vináttuleik. Frammistaðan þykir lofa góðu um framheldið.7. febrúar 2007 Enska liðið tapar 1-0 fyrir Spánverjum í vináttuleik þar sem McClaren gefur mönnum utan kjarnans tækifæri til að sanna sig.24. mars Englendingar gera markalaust jafntefli við Ísraela. Tvö töpuð stig í viðbót fyrir enska liðið í undankeppninni og gagnrýnin eykst til muna á McClaren eftir enn eina andlausa frammistöðuna.28. mars Englendingar fara til búningsherbergja undir háværu bauli stuðningsmanna í hálfleik gegn Andorra þar sem staðan var 0-0. Þeir komu til baka í síðari hálfleik og skoruðu þrjú mörk (Gerrard 2, Nugent) til að bjarga McClaren frá niðurlægingu.1. júní McClaren gengur glottandi af velli eftir að Englendingar gera 1-1 jafntefli við Brasilíu í vináttuleik á Wembley.6. júní Englendingar næla í þrjú skyldustig í 3-0 sigri á Eistum.22. ágúst Frank Lampard skorar fyrir Englendinga en það nægir ekki þegar liðið tapar 2-1 í vináttuleik gegn gömlu erkifjendunum Þjóðverjum.8. september McClaren fer að glotta aftur eftir að enska liðið vinnur nokkuð auðveldan 3-0 sigur á Ísrael.12. september Enska liðið virðist vera að rétta úr kútnum eftir 3-0 sigur á Rússum á Wembley þar sem Michael Owen skorar tvívegis og Rio Ferdinand bætir við því þriðja undir lokin.13. október Enn einn 3-0 sigurinn og nú á Eistum. Shaun Wright-Phillips og Wayne Rooney skora fyrir England og þriðja markið er sjálfsmark.17. október Englendingar keyra á vegg á gervigrasinu í Moskvu eftir góðan sprett í leikjunum á undan. Rooney kemur liðinu yfir en Roman Pvluchenko jafnar úr víti og nýtir sér svo mistök Paul Robinson til að tryggja Rússunum sigurinn.16. nóvember Englendingar þurfa á góðum sigri að halda til að rífa sig upp fyrir lokaleikinn gegn Króötum en vinna 1-0 baráttusigur á Austurríki í leiðinlegum leik. Enskir stuðningsmenn vilja að McClaren segi af sér.17. nóvember Ísraelar redda McClaren fyrir horn með því að leggja Rússa á heimavelli og á sama tíma tapa Króatar fyrir Makedóníumönnum. Vonir Englendinga um að komast á EM vakna á ný og enska landsliðinu nægir jafntefli á heimavelli í síðasta leik til að komast á stórmótið þrátt fyrir að útlitið hafi verið dökkt nokkrum dögum áður.21. nóvember Hamfaradagur í enskri knattspyrnu. Englendingar tapa 3-2 fyrir Króötum á heimavelli í leik þar sem linu nægði jafntefli til að forða sér frá milljarði punda í tekjutap með því að sitja heima á EM næsta sumar. Enska liðið er glórulaust í byrjun leiks og lendir undir 2-0, nær að jafna með góðri baráttu en fær á sig mark undir lokin og draumurinn er út eftir að Rússar vinna naumlega Andorra í lokaleiknum. Enska liðið var ekki að leika vel frekar en fyrri daginn en ábyrgðin liggur hjá McClaren sem ákveður að gera stórar breytingar á hópnum - Eins og að setja óreyndan mann í markið sem fær á sig klaufamark á fyrstu mínútum leiksins. Þá er McClaren harðlega gagnrýndur fyrir að spila leikkerfið 4-5-1 sem aldrei hefur skilað landsliðinu neinum kampavínsbolta.22. nóvember Krísufundur haldinn hjá enska knattspyrnusambandinu þar sem Steve McClaren er rekinn. Leitin að eftirmanni hans er hafin. Enginn þjálfari enska landsliðsins hefur setið skemur í stólnum og McClaren.
Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira