Sitt sýnist hverjum um afnám launaleyndar 10. október 2007 18:43 Afnám launaleyndar mun ekki jafna launamun kynjanna og aðeins skapa launaumræðu á kaffistofum landsins segir framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins. Skref í rétta átt segir talsmaður feminista. Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Um er að ræða ný heildarlög og eru nokkur nýmæli í frumvarpinu frá gildandi lögum. Þar er meðal annars lagt til að jafnhliða jafnréttisáætlun sem fyrirtækjum er skylt að gera skuli fylgja framkvæmdaráætlun þar sem fram kemur hvernig fyrirtækin hyggist framfylgja áætlun sinni. Þá verða heimildir Jafnréttisstofu til að fylgjast með framkvæmd laganna efldar og úrskurðir kærunefndar jafnréttismála gerðar bindandi. Jafnréttisstofa mun síðan hafa heimild til að beita fyrirtækjum dagsektum ef þau fara ekki að lögum. Launaleynd á vinnumarkaði hefur verið eitt bitbeinið í jafnréttisumræðunni og sitt sýnist hverjum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að leggja til að samningsbundin launaleynd verði afnumin. Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir, talsmaður feminista fagnar því að launaleynd skuli afnumin. Hún segir mikilvægt fyrir konur að geta borið sig saman við karlkyns kollega sína enda sé yfirmönnum ekki treystandi til að leggja málefnanlegt mat á laun kynjanna, það sýni allar rannsóknir. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins segir afnám launaleyndar muni ekki hafa áhrif á launamuninn. Mórallinn á vinnustöðum verði ekki eins góður og að starfsmenn eigi að ræða laun sín við yfirmenn en ekki við hvern annan á kaffistofum. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Afnám launaleyndar mun ekki jafna launamun kynjanna og aðeins skapa launaumræðu á kaffistofum landsins segir framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins. Skref í rétta átt segir talsmaður feminista. Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Um er að ræða ný heildarlög og eru nokkur nýmæli í frumvarpinu frá gildandi lögum. Þar er meðal annars lagt til að jafnhliða jafnréttisáætlun sem fyrirtækjum er skylt að gera skuli fylgja framkvæmdaráætlun þar sem fram kemur hvernig fyrirtækin hyggist framfylgja áætlun sinni. Þá verða heimildir Jafnréttisstofu til að fylgjast með framkvæmd laganna efldar og úrskurðir kærunefndar jafnréttismála gerðar bindandi. Jafnréttisstofa mun síðan hafa heimild til að beita fyrirtækjum dagsektum ef þau fara ekki að lögum. Launaleynd á vinnumarkaði hefur verið eitt bitbeinið í jafnréttisumræðunni og sitt sýnist hverjum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að leggja til að samningsbundin launaleynd verði afnumin. Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir, talsmaður feminista fagnar því að launaleynd skuli afnumin. Hún segir mikilvægt fyrir konur að geta borið sig saman við karlkyns kollega sína enda sé yfirmönnum ekki treystandi til að leggja málefnanlegt mat á laun kynjanna, það sýni allar rannsóknir. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins segir afnám launaleyndar muni ekki hafa áhrif á launamuninn. Mórallinn á vinnustöðum verði ekki eins góður og að starfsmenn eigi að ræða laun sín við yfirmenn en ekki við hvern annan á kaffistofum.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira