Söngurinn sameinar menn 24. febrúar 2007 07:30 Félagar í Karlakórnum Þresti bjóða til afmælisveislu í Hafnarfirði í dag í tilefni 95 ára afmælis kórsins. Félagsskapur söngmanna sem kenna sig við fuglinn tónelska var stofnaður af Friðriki Bjarnasyni tónskáldi árið 1912. Geir A. Guðsteinsson, kórfélagi og sérlegur kynningafulltrúi hópsins, útskýrir að kórinn hafi starfað sleitulaust síðan, auðvitað með mismiklum þunga en ávallt hafi Þrestir staðið fyrir tónleikahaldi. „Menn ganga til liðs við karlakóra fyrst og fremst vegna þess að þeim finnst gaman að syngja en það er ekki síður félagsskapurinn sem skiptir máli því í kórastarfi eignast maður góðan hóp af vinum," segir Geir og bætir við að sumir félaganna taki að sér að syngja við athafnir og afmæli auk þess að skemmta sér saman. Rúmlega fimmtíu félagar eru í kórnum nú og hafa margir félaganna starfað innan vébanda hans um árabil. „Þetta er kokkteill," segir Geir sposkur og útskýrir að innan hópsins séu bæði yngri söngmenn og „gamlir jaxlar". „Ég held að sá elsti hafi byrjað 17 ára gamall en hann er nú að verða sextugur. Faðir hans starfaði annan eins tíma með kórnum svo það liggur við að sá félagi hafi tengst starfsemi kórsins frá upphafi." Það er einnig til marks um kraftinn og fjörið í kórnum að fyrrgreindur félagi hefur ekki tekið sér frí frá kórastarfinu allan þennan tíma. Kórinn hefur staðið af sér sveiflur og breytingar í tónlist allt frá gömlu ættjarðarlögunum í gegnum revíutímann, stórhljómsveitartímann, rokkið, bítlana, diskóið og fönkið. Geir áréttar þó að kórinn hafi aldrei staðið í vegi fyrir þeim sveiflum heldur aðlagast þeim eftir megni og tekið þær í sína þjónustu. Þrestirnir eru fyrir löngu orðnir hluti af menningarlífinu í Hafnarfirði og hafa gert ófá strandhögg víðar um land og á erlendri grund. Fyrsta hljómplata kórsins kom út árið 1975 og nú er von á nýjum diski, Þrestir 95, þar sem kórinn flytur ljúfar dægurlagaperlur. Stjórnandi Þrasta er Jón Kristinn Cortez, en píanóleikari Jónas Þórir. Afmælinu verður fagnað í Hásölum, félagsheimili Hafnarfjarðarkirkju, í dag kl. 17 en þangað eru allir velkomnir og ókeypis aðgangur. „Þetta verða fremur óhefðbundnir tónleikar," útskýrir Geir en kórinn mun að sönnu taka lagið og bjóða gömlum félögum og öðrum söngglöðum gestum að syngja með. Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Félagar í Karlakórnum Þresti bjóða til afmælisveislu í Hafnarfirði í dag í tilefni 95 ára afmælis kórsins. Félagsskapur söngmanna sem kenna sig við fuglinn tónelska var stofnaður af Friðriki Bjarnasyni tónskáldi árið 1912. Geir A. Guðsteinsson, kórfélagi og sérlegur kynningafulltrúi hópsins, útskýrir að kórinn hafi starfað sleitulaust síðan, auðvitað með mismiklum þunga en ávallt hafi Þrestir staðið fyrir tónleikahaldi. „Menn ganga til liðs við karlakóra fyrst og fremst vegna þess að þeim finnst gaman að syngja en það er ekki síður félagsskapurinn sem skiptir máli því í kórastarfi eignast maður góðan hóp af vinum," segir Geir og bætir við að sumir félaganna taki að sér að syngja við athafnir og afmæli auk þess að skemmta sér saman. Rúmlega fimmtíu félagar eru í kórnum nú og hafa margir félaganna starfað innan vébanda hans um árabil. „Þetta er kokkteill," segir Geir sposkur og útskýrir að innan hópsins séu bæði yngri söngmenn og „gamlir jaxlar". „Ég held að sá elsti hafi byrjað 17 ára gamall en hann er nú að verða sextugur. Faðir hans starfaði annan eins tíma með kórnum svo það liggur við að sá félagi hafi tengst starfsemi kórsins frá upphafi." Það er einnig til marks um kraftinn og fjörið í kórnum að fyrrgreindur félagi hefur ekki tekið sér frí frá kórastarfinu allan þennan tíma. Kórinn hefur staðið af sér sveiflur og breytingar í tónlist allt frá gömlu ættjarðarlögunum í gegnum revíutímann, stórhljómsveitartímann, rokkið, bítlana, diskóið og fönkið. Geir áréttar þó að kórinn hafi aldrei staðið í vegi fyrir þeim sveiflum heldur aðlagast þeim eftir megni og tekið þær í sína þjónustu. Þrestirnir eru fyrir löngu orðnir hluti af menningarlífinu í Hafnarfirði og hafa gert ófá strandhögg víðar um land og á erlendri grund. Fyrsta hljómplata kórsins kom út árið 1975 og nú er von á nýjum diski, Þrestir 95, þar sem kórinn flytur ljúfar dægurlagaperlur. Stjórnandi Þrasta er Jón Kristinn Cortez, en píanóleikari Jónas Þórir. Afmælinu verður fagnað í Hásölum, félagsheimili Hafnarfjarðarkirkju, í dag kl. 17 en þangað eru allir velkomnir og ókeypis aðgangur. „Þetta verða fremur óhefðbundnir tónleikar," útskýrir Geir en kórinn mun að sönnu taka lagið og bjóða gömlum félögum og öðrum söngglöðum gestum að syngja með.
Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira