Sign í tónleikaferð 21. febrúar 2007 07:30 Hljómsveitin Sign er á leiðinni í tónleikaferð um landið. Rokkhljómsveitin Sign er farin í tónleikaferð um landið til að hita upp fyrir ferð sína til Bandaríkjanna í byrjun mars. Sveitin spilar nú í fyrsta skipti með nýjum bassaleikara, Heimi Hjartarsyni, sem var áður í hljómsveitinni Nevolution frá Akureyri sem hefur tekið sér frí frá störfum. Sign gerði nýverið útgáfusamning við þýska fyrirtækið Freibank og er komin langt með að semja efni á nýja plötu. Sveitinni hefur einnig verið boðið að vera á safnplötu tímaritsins Kerrang! sem verður gefin út í júní. Þar gera hinar ýmsu hljómsveitir sínar útgáfur af þekktum rokkslögurum. Í Bandaríkjunum mun Sign spila á tvennum tónleikum í New York áður en hún spilar á CMW-tónlistarhátíðinni í Kanada. Í framhaldi af vesturförinni fer Sign til Bretlands þar sem hún hitar upp á mánaðarlöngum túr hjá hljómsveitinni Wildhearts. Í tilefni af því ætlar Sign að gefa út nýja útgáfu af smáskífunni So Pretty í öllum helstu vefverslunum og á niðurhali fyrir farsíma. Í tengslum við þessa tónleikaferð mun Sign einnig setja upp sína eigin vefbúð og selja stafrænar útgáfur af öllum plötum sínum.Tónleikaröð á Íslandi21. febrúar kl. 20.00: Yello í Reykjanesbæ 23. febrúar kl. 20.00: Félagsmiðstöðin Zelsíuz á Selfossi 24. febrúar kl. 17.00: Café Amsterdam 24. febrúar kl. 24.00: Café Amsterdam 3. mars: Rokk Súpan á Ísafirði 16. mars kl. 20.00: Sjallinn á Akureyri Hljómsveitin Noise hitar upp á öllum tónleikunum. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rokkhljómsveitin Sign er farin í tónleikaferð um landið til að hita upp fyrir ferð sína til Bandaríkjanna í byrjun mars. Sveitin spilar nú í fyrsta skipti með nýjum bassaleikara, Heimi Hjartarsyni, sem var áður í hljómsveitinni Nevolution frá Akureyri sem hefur tekið sér frí frá störfum. Sign gerði nýverið útgáfusamning við þýska fyrirtækið Freibank og er komin langt með að semja efni á nýja plötu. Sveitinni hefur einnig verið boðið að vera á safnplötu tímaritsins Kerrang! sem verður gefin út í júní. Þar gera hinar ýmsu hljómsveitir sínar útgáfur af þekktum rokkslögurum. Í Bandaríkjunum mun Sign spila á tvennum tónleikum í New York áður en hún spilar á CMW-tónlistarhátíðinni í Kanada. Í framhaldi af vesturförinni fer Sign til Bretlands þar sem hún hitar upp á mánaðarlöngum túr hjá hljómsveitinni Wildhearts. Í tilefni af því ætlar Sign að gefa út nýja útgáfu af smáskífunni So Pretty í öllum helstu vefverslunum og á niðurhali fyrir farsíma. Í tengslum við þessa tónleikaferð mun Sign einnig setja upp sína eigin vefbúð og selja stafrænar útgáfur af öllum plötum sínum.Tónleikaröð á Íslandi21. febrúar kl. 20.00: Yello í Reykjanesbæ 23. febrúar kl. 20.00: Félagsmiðstöðin Zelsíuz á Selfossi 24. febrúar kl. 17.00: Café Amsterdam 24. febrúar kl. 24.00: Café Amsterdam 3. mars: Rokk Súpan á Ísafirði 16. mars kl. 20.00: Sjallinn á Akureyri Hljómsveitin Noise hitar upp á öllum tónleikunum.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira