Svíar krefjast nærveru Eiríks 20. febrúar 2007 10:30 Eiríkur Hauksson Hlaut afgerandi kosningu á úrslitakvöldinu og verður meðal gesta í árlegum Eurovision-þætti sænska sjónvarpsins. MYND/Anton „Svíarnir sem framleiða þáttinn heyrðu af sigri Eiríks og vildu ólmir halda honum í þættinum. Töldu það bara vera þættinum til framdráttar að vera með sigurvegara innanborðs," segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri í Efstaleitinu. Eins og mörgum er kunnugt hefur Eiríkur verið fastagestur í árlegum Eurovision-þætti norrænu sjónvarpsstöðvanna, Inför Eurovision Song Contest, þar sem nokkrir valinkunnir tónlistarspekingar segja sitt álit á þátttakendum í keppninni. Eftir sigur Eiríks fóru á kreik sögur um hvort söngvarinn gæti áfram verið með í þættinum en Páll segir svo vera. Og telur þetta bara vera plús fyrir land og þjóð því þetta hafi í för með sér mikla kynningu fyrir Eirík og lagið. „Hann verður sverð okkar og skjöldur í Eurovision þetta árið," segir Páll og hlær. Sigurlagið Ég les í lófa mínum eftir Svein Rúnar Sigurðsson hlaut afgerandi kosningu samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins á sunnudagskvöldinu. Þetta verður í þriðja sinn sem Eiríkur syngur í Eurovision-keppninni en hann hefur einu sinni áður tekið þátt fyrir Íslands hönd þegar Icy-tríóið tróð upp með Gleðibankann í Bergen árið 1986. - Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Svíarnir sem framleiða þáttinn heyrðu af sigri Eiríks og vildu ólmir halda honum í þættinum. Töldu það bara vera þættinum til framdráttar að vera með sigurvegara innanborðs," segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri í Efstaleitinu. Eins og mörgum er kunnugt hefur Eiríkur verið fastagestur í árlegum Eurovision-þætti norrænu sjónvarpsstöðvanna, Inför Eurovision Song Contest, þar sem nokkrir valinkunnir tónlistarspekingar segja sitt álit á þátttakendum í keppninni. Eftir sigur Eiríks fóru á kreik sögur um hvort söngvarinn gæti áfram verið með í þættinum en Páll segir svo vera. Og telur þetta bara vera plús fyrir land og þjóð því þetta hafi í för með sér mikla kynningu fyrir Eirík og lagið. „Hann verður sverð okkar og skjöldur í Eurovision þetta árið," segir Páll og hlær. Sigurlagið Ég les í lófa mínum eftir Svein Rúnar Sigurðsson hlaut afgerandi kosningu samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins á sunnudagskvöldinu. Þetta verður í þriðja sinn sem Eiríkur syngur í Eurovision-keppninni en hann hefur einu sinni áður tekið þátt fyrir Íslands hönd þegar Icy-tríóið tróð upp með Gleðibankann í Bergen árið 1986. -
Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira