Tónlist

Plata um Kaliforníu

Sufjan ætlar hugsanlega að gefa út plötu um Kaliforníu á næstunni.
Sufjan ætlar hugsanlega að gefa út plötu um Kaliforníu á næstunni. MYND/Hörður

Vangaveltur eru uppi um að næsta plata bandaríska tónlistarmannsins Sufjan Stevens muni fjalla um Kaliforníu. Sufjan hefur lýst því yfir að hann ætli að semja plötu um öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna. Þegar hefur hann gefið út plöturnar Michigan, sem kom út 2003, og Illinois sem kom út tveimur árum síðar.

Hingað til hefur verið orðrómur uppi um að næsta plata Sufjan verði annaðhvort um Oregon, Rhode Island eða Minnesota, en svo virðist sem hann hafi ekki verið á rökum reistur.

Sufjan, sem hélt tónleika hér á landi í fyrra, spilar næst á plötu til heiðurs Joni Mitchell sem kemur út í vor. Björk Guðmundsdóttir syngur einnig á plötunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×