Arctic Monkeys bar af á Brit 16. febrúar 2007 10:00 Hljómsveitin The Killers hlaut tvenn Brit-verðlaun. MYND/Getty Brit-verðlaunin voru afhent í London í fyrrakvöld. Arctic Monkeys var sigurvegari kvöldsins með tvenn stærstu verðlaunin. The Arctic Monkeys hlaut verðlaun sem besta breska hljómsveitin og fyrir bestu bresku plötuna, frumburðinn Whatever People Say I Am, That"s What I"m Not. Engin plata hefur selst hraðar í sögu breska vinsældalistans. Meðlimir sveitarinnar mættu ekki á verðlaunahátíðina frekar en á síðasta ári og sendu í staðinn skilaboð á myndbandi klæddir sem persónur í söngleiknum Galdrakarlinn í Oz og sem meðlimir hljómsveitarinnar The Village People.Killers með tvennuMorrison var kjörinn besti breski söngvarinn.Hljómsveitin The Killers frá Las Vegas fékk einnig tvenn verðlaun. Annars vegar sem besta erlenda hljómsveitin og hins vegar fyrir bestu erlendu plötuna.Amy Winehouse var kjörin besta breska söngkonan og James Morrison besti söngvarinn. „Ég vil bara segja að ég trúi því ekki að ég sé hérna. Þessi verðlaun eru tileinkuð öllum þeim söngvaskáldum sem eru enn þá að spila á börum," sagði Morrison er hann tók á móti verðlaununum.Take That bestirbesta smáskífan Strákasveitin Take That fékk Brit-verðlaun fyrir besta smáskífulagið, Patience.MYND/APStrákasveitin Take That, sem átti frábæra endurkomu á síðasta ári, fékk verðlaun fyrir bestu bresku smáskífuna, Patience, og Justin Timberlake var valinn besti erlendi söngvarinn. Hin kanadíska Nelly Furtado var valin besta erlenda söngkonan. Þá var rokksveitin Muse valin besta breska tónleikasveitin og skoska indí-sveitin The Frattellis bestu bresku nýliðarnir. Lily Allen tómhentWinehouse, sem gaf út plötuna Back to Black, tekur á móti verðlaunum sínum sem besta breska söngkonan.MYND/APAthygli vakti að Lily Allen, sem hafði verið tilnefnd til fernra Brit-verðlauna fékk engin, ekki frekar en Corinne Baily Rae, Snow Patrol og Gnarls Barkley, sem öll fengu margar tilnefningar. Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Brit-verðlaunin voru afhent í London í fyrrakvöld. Arctic Monkeys var sigurvegari kvöldsins með tvenn stærstu verðlaunin. The Arctic Monkeys hlaut verðlaun sem besta breska hljómsveitin og fyrir bestu bresku plötuna, frumburðinn Whatever People Say I Am, That"s What I"m Not. Engin plata hefur selst hraðar í sögu breska vinsældalistans. Meðlimir sveitarinnar mættu ekki á verðlaunahátíðina frekar en á síðasta ári og sendu í staðinn skilaboð á myndbandi klæddir sem persónur í söngleiknum Galdrakarlinn í Oz og sem meðlimir hljómsveitarinnar The Village People.Killers með tvennuMorrison var kjörinn besti breski söngvarinn.Hljómsveitin The Killers frá Las Vegas fékk einnig tvenn verðlaun. Annars vegar sem besta erlenda hljómsveitin og hins vegar fyrir bestu erlendu plötuna.Amy Winehouse var kjörin besta breska söngkonan og James Morrison besti söngvarinn. „Ég vil bara segja að ég trúi því ekki að ég sé hérna. Þessi verðlaun eru tileinkuð öllum þeim söngvaskáldum sem eru enn þá að spila á börum," sagði Morrison er hann tók á móti verðlaununum.Take That bestirbesta smáskífan Strákasveitin Take That fékk Brit-verðlaun fyrir besta smáskífulagið, Patience.MYND/APStrákasveitin Take That, sem átti frábæra endurkomu á síðasta ári, fékk verðlaun fyrir bestu bresku smáskífuna, Patience, og Justin Timberlake var valinn besti erlendi söngvarinn. Hin kanadíska Nelly Furtado var valin besta erlenda söngkonan. Þá var rokksveitin Muse valin besta breska tónleikasveitin og skoska indí-sveitin The Frattellis bestu bresku nýliðarnir. Lily Allen tómhentWinehouse, sem gaf út plötuna Back to Black, tekur á móti verðlaunum sínum sem besta breska söngkonan.MYND/APAthygli vakti að Lily Allen, sem hafði verið tilnefnd til fernra Brit-verðlauna fékk engin, ekki frekar en Corinne Baily Rae, Snow Patrol og Gnarls Barkley, sem öll fengu margar tilnefningar.
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira