Sigur Rós til verndar Varmá 16. febrúar 2007 07:15 Hljómsveitin Sigur Rós kemur fram á baráttu- og styrktartónleikunum í kvöld. Baráttu- og styrktartónleikar undir yfirskriftinni Lifi Álafoss! verða haldnir í BaseCamp-verinu í Héðinshúsinu á sunnudagskvöld. Fram koma Sigur Rós, Bogomil Font & Flís, Pétur Ben, Amiina og Benni Hemm Hemm. Húsið verður opnað klukkan 20.00 og er takmarkaður miðafjöldi. „Þetta eru tónleikar til styrktar Varmársamtökunum. Það er búið að kæra umhverfisráðherra og það er dýrt að fara í svona mál. Við erum að hjálpa samtökunum í þeirri baráttu," segir Orri Dýrason, trommari Sigur Rósar, sem er meðlimur samtakanna og býr sjálfur í Mosfellsbæ. Orri segir að Sigur Rós ætli að yfirgefa hljóðver sitt, Sundlaugina, ef nýr vegur verður lagður á svæðinu. „Þær forsendur verða þá farnar sem fengu okkur til að koma hingað, næðið og friðurinn. Þetta snýst samt mest um Varmá. Hún er á náttúruminjaskrá og mannvirkið fer þar of nálægt. Af því að það á að gera þennan veg þá þarf að gera nýjan Álafossveg sem verður enn þá nær Varmá. Við viljum að þetta fari í umhverfismat," segir hann. Að sögn Orra voru allir þeir sem koma fram á tónleikunum mjög reiðubúnir til að hjálpa Varmársamtökunum. „Þeir hafa allir unnið hjá okkur í stúdíóinu. Þeir hafa eytt svolitlum tíma hérna uppfrá og þykir vænt um svæðið." Miðaverð á tónleikana er 3.200 krónur og fer miðasala fram á midi.is. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Baráttu- og styrktartónleikar undir yfirskriftinni Lifi Álafoss! verða haldnir í BaseCamp-verinu í Héðinshúsinu á sunnudagskvöld. Fram koma Sigur Rós, Bogomil Font & Flís, Pétur Ben, Amiina og Benni Hemm Hemm. Húsið verður opnað klukkan 20.00 og er takmarkaður miðafjöldi. „Þetta eru tónleikar til styrktar Varmársamtökunum. Það er búið að kæra umhverfisráðherra og það er dýrt að fara í svona mál. Við erum að hjálpa samtökunum í þeirri baráttu," segir Orri Dýrason, trommari Sigur Rósar, sem er meðlimur samtakanna og býr sjálfur í Mosfellsbæ. Orri segir að Sigur Rós ætli að yfirgefa hljóðver sitt, Sundlaugina, ef nýr vegur verður lagður á svæðinu. „Þær forsendur verða þá farnar sem fengu okkur til að koma hingað, næðið og friðurinn. Þetta snýst samt mest um Varmá. Hún er á náttúruminjaskrá og mannvirkið fer þar of nálægt. Af því að það á að gera þennan veg þá þarf að gera nýjan Álafossveg sem verður enn þá nær Varmá. Við viljum að þetta fari í umhverfismat," segir hann. Að sögn Orra voru allir þeir sem koma fram á tónleikunum mjög reiðubúnir til að hjálpa Varmársamtökunum. „Þeir hafa allir unnið hjá okkur í stúdíóinu. Þeir hafa eytt svolitlum tíma hérna uppfrá og þykir vænt um svæðið." Miðaverð á tónleikana er 3.200 krónur og fer miðasala fram á midi.is.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“