Terem-kvartettinn snýr aftur 15. febrúar 2007 08:00 Hinn eftirsótti Terem-kvartett heldur tónleika í Salnum í kvöld en þeir rússnesku snillingar hafa hlotið nafnbótina þjóðargersemi Rússlands hjá gagnrýnendum auk þess að fá blessun frá páfa og móður Theresu. Uppselt er á tónleikana í kvöld en vegna frábærrar aðsóknar hefur aukatónleikum verið bætt við á sama tíma annað kvöld. Þessi fjörugi og lífsglaði tónlistarhópur kom fyrst fram á Íslandi á rússneskri menningarhátíð í Kópavogi fyrir tveimur árum og sló þá eftirminnilega í gegn. Þeir nutu dvalarinnar hér og vildu gjarnan koma á ný í Salinn og leika fyrir Íslendinga. Að þessu sinni óskuðu þeir eftir að fá söngkonuna Diddú í lið með sér og mun hún koma fram með þeim um helgina. Terem-kvartettinn var stofnaður í Pétursborg árið 1986 en hefur frá upphafi fetað ótroðnar slóðir í tónlistarflutningi sínum. Félagarnir leika á þjóðleg rússnesk hljóðfæri og hafa fundið nýjar leiðir til að laða fram hvers kyns tónlist en sköpunargleði hópsins er annáluð um allan heim sem og agi þeirra, kæti og leikræn tilþrif. Hópurinn viðar að sér tónlist úr ýmsum áttum og leikur allt frá umskrifunum fyrir breytta hljóðfæraskipan til þversagnakenndra tónævintýra sem byggð eru á þekktum stefjum eftir meistara á borð við Bach, Mozart, Rossini, Bizet og Piazzolla. Eftir hlé syngur Diddú með kvartettinum og þá eru einnig íslensk lög á efnisskránni. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og annað kvöld en nánari upplýsingar um flytjendurna má finna á heimasíðu Salarins. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hinn eftirsótti Terem-kvartett heldur tónleika í Salnum í kvöld en þeir rússnesku snillingar hafa hlotið nafnbótina þjóðargersemi Rússlands hjá gagnrýnendum auk þess að fá blessun frá páfa og móður Theresu. Uppselt er á tónleikana í kvöld en vegna frábærrar aðsóknar hefur aukatónleikum verið bætt við á sama tíma annað kvöld. Þessi fjörugi og lífsglaði tónlistarhópur kom fyrst fram á Íslandi á rússneskri menningarhátíð í Kópavogi fyrir tveimur árum og sló þá eftirminnilega í gegn. Þeir nutu dvalarinnar hér og vildu gjarnan koma á ný í Salinn og leika fyrir Íslendinga. Að þessu sinni óskuðu þeir eftir að fá söngkonuna Diddú í lið með sér og mun hún koma fram með þeim um helgina. Terem-kvartettinn var stofnaður í Pétursborg árið 1986 en hefur frá upphafi fetað ótroðnar slóðir í tónlistarflutningi sínum. Félagarnir leika á þjóðleg rússnesk hljóðfæri og hafa fundið nýjar leiðir til að laða fram hvers kyns tónlist en sköpunargleði hópsins er annáluð um allan heim sem og agi þeirra, kæti og leikræn tilþrif. Hópurinn viðar að sér tónlist úr ýmsum áttum og leikur allt frá umskrifunum fyrir breytta hljóðfæraskipan til þversagnakenndra tónævintýra sem byggð eru á þekktum stefjum eftir meistara á borð við Bach, Mozart, Rossini, Bizet og Piazzolla. Eftir hlé syngur Diddú með kvartettinum og þá eru einnig íslensk lög á efnisskránni. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og annað kvöld en nánari upplýsingar um flytjendurna má finna á heimasíðu Salarins.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“