Air spilar á Íslandi 15. febrúar 2007 10:00 Hljómsveitin Air heldur tónleika í Laugardalshöll í sumar. Franski poppdúettinn Air er á meðal þeirra sem munu spila á frönsku menningarhátíðinni Pourquoi Pas? sem verður haldin hérlendis frá 22. febrúar til 12. maí. Tónleikar Air áttu að vera núna í febrúar en þeim hefur verið frestað þangað til í byrjun júlí. Verða þeir haldnir í Laugardalshöll. Að sögn Sigrúnar Lilju Guðbjartsdóttur, verkefnastjóra hátíðarinnar, var ekki erfitt að fá Air til að spila hér á landi. Einungis hafi þurft að finna nýjan tíma á tónleikana vegna anna hljómsveitarmeðlima. Air sló í gegn árið 1998 með plötunni Moon Safari sem kom út í fjörutíu löndum. Sveitin samdi tónlistina við kvikmynd Sofiu Coppola, The Virgin Suicides, árið 2000 og fékk ennþá meiri athygli fyrir vikið. Síðan þá hefur Air gefið út tvær plötur, 10.000 Hertz Legend og Talkie Walkie. Nýjasta plata sveitarinnar, Pocket Symphony, er væntanleg þann 5. mars næstkomandi. Á meðal þeirra sem koma einnig fram á frönsku menningar-hátíðinni eru hljómsveitirnar Nouvelle Vague og Dyonysos og söngkonan Françoiz Breut. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Franski poppdúettinn Air er á meðal þeirra sem munu spila á frönsku menningarhátíðinni Pourquoi Pas? sem verður haldin hérlendis frá 22. febrúar til 12. maí. Tónleikar Air áttu að vera núna í febrúar en þeim hefur verið frestað þangað til í byrjun júlí. Verða þeir haldnir í Laugardalshöll. Að sögn Sigrúnar Lilju Guðbjartsdóttur, verkefnastjóra hátíðarinnar, var ekki erfitt að fá Air til að spila hér á landi. Einungis hafi þurft að finna nýjan tíma á tónleikana vegna anna hljómsveitarmeðlima. Air sló í gegn árið 1998 með plötunni Moon Safari sem kom út í fjörutíu löndum. Sveitin samdi tónlistina við kvikmynd Sofiu Coppola, The Virgin Suicides, árið 2000 og fékk ennþá meiri athygli fyrir vikið. Síðan þá hefur Air gefið út tvær plötur, 10.000 Hertz Legend og Talkie Walkie. Nýjasta plata sveitarinnar, Pocket Symphony, er væntanleg þann 5. mars næstkomandi. Á meðal þeirra sem koma einnig fram á frönsku menningar-hátíðinni eru hljómsveitirnar Nouvelle Vague og Dyonysos og söngkonan Françoiz Breut.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“