Til minja um Leg 12. febrúar 2007 07:30 Davíð Þór, leikstjórinn Stefán Jónsson og Hugleikur Dagsson eru á meðal þeirra sem standa að baki söngleiknum Legi sem verður frumsýndur hinn 8. mars. MYND/Valli Hljómsveitin Flís er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem hefur að geyma tónlist við söngleikinn Leg sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 8. mars. Platan er væntanleg í búðir á svipuðum tíma. Allir textar plötunnar eru eftir Hugleik Dagsson, höfund söngleiksins, en tónlistin er eftir Flís í samstarfi við Hugleik. „Þetta varð allt til síðasta sumar. Þá fórum við í Svarfaðardal, ég og Hugleikur, og sömdum fullt af dóti. Við héldum síðan áfram seinna um haustið og svo komu hinir í Flís inn í þetta og þá fór þetta á flug,“ segir Davíð Þór Jónsson, meðlimur Flís. Davíð segir það erfitt að bera lögin í Legi saman við fyrstu plötu Flís, sem sló í gegn hérlendis fyrir þarsíðustu jól. Um gjörólík verkefni sé að ræða. Viðurkennir hann þó að platan hafi að geyma áhrif allt frá tónskáldinu Wagner yfir í rokksveitina Queen. „Þetta er fyrst og fremst tengt sýningunni. Þessi plata er fyrir fólk sem fer á sýninguna og getur síðan átt eitthvað til minja um hana,“ segir hann. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Flís er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem hefur að geyma tónlist við söngleikinn Leg sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 8. mars. Platan er væntanleg í búðir á svipuðum tíma. Allir textar plötunnar eru eftir Hugleik Dagsson, höfund söngleiksins, en tónlistin er eftir Flís í samstarfi við Hugleik. „Þetta varð allt til síðasta sumar. Þá fórum við í Svarfaðardal, ég og Hugleikur, og sömdum fullt af dóti. Við héldum síðan áfram seinna um haustið og svo komu hinir í Flís inn í þetta og þá fór þetta á flug,“ segir Davíð Þór Jónsson, meðlimur Flís. Davíð segir það erfitt að bera lögin í Legi saman við fyrstu plötu Flís, sem sló í gegn hérlendis fyrir þarsíðustu jól. Um gjörólík verkefni sé að ræða. Viðurkennir hann þó að platan hafi að geyma áhrif allt frá tónskáldinu Wagner yfir í rokksveitina Queen. „Þetta er fyrst og fremst tengt sýningunni. Þessi plata er fyrir fólk sem fer á sýninguna og getur síðan átt eitthvað til minja um hana,“ segir hann.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira