MTV-hátíð handan við hornið í Reykjavík 12. febrúar 2007 08:15 Björn Segir MTV-verðlaunahátíðina vera rétt handan við hornið. „Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal," segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlaunaafhending MTV-sjónvarpsstöðvarinnar verði haldin í höfuðborginni, annað hvort árið 2009 eða 2010. „Við erum komnir með viljayfirlýsingu frá MTV þar sem því er lýst yfir að áhugi sé á að halda hátíðina annað hvert ár," bætir Björn við. Hann vildi ekki gefa upp hvenær þetta myndi skýrast en sagði ekki langt í það. „Þegar við reyndum síðast árið 2006 var skortur á fimm stjörnu gistingu en það ætti að leysast með nýju hóteli sem á að rísa við hliðina á nýja tónlistarhúsinu," segir Björn. Justin var kynnir í Kaupmannahöfn þegar verðlaunin voru veitt þar í fyrra. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt efnahagslíf. Fyrir utan þá gríðarmiklu landkynningu sem þarna er í boði má reikna með að töluvert fjármagn muni streyma um götur höfuðborgarinnar enda stjörnurnar ekki þekktar fyrir að sitja á aurunum eins og ormar á gulli. „Kaupmannahafnarborg kynnir í næstu viku skýrslu þar sem áhrif MTV-hátíðarinnar í fyrra eru metin. Samkvæmt þeirri skýrslu er bein innspýting inn í viðskiptalíf Kaupmannahafnar talin hlaupa á einum og hálfum milljarði og ef þeir hefðu ákveðið að fara af stað með svona landkynningu hefði hún kostað í kringum fimm milljarða," uppplýsir Björn. Yfirvöld í Kaupmannahöfn meta því áhrif hátíðarinnar upp á tæpa sjö milljarða. Björn segir að nokkrum fjárhæðum hafi verið eytt til að fá hátíðina hingað til lands. Íslenska ríkið hefur styrkt verkefnið um þrjár milljónir en samtals hljóðar kostnaðurinn hingað til upp á fimmtán milljónir. Nú stefnir allt í það að þessum fjármunum hafi ekki verið kastað á glæ. MTV-verðlaunahátíðin er ein sú stærsta í heiminum en þar troða upp margar af skærustu stjörnum poppheimsins og er talið að milljónir manna horfi á beina útsendingu frá henni. Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal," segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlaunaafhending MTV-sjónvarpsstöðvarinnar verði haldin í höfuðborginni, annað hvort árið 2009 eða 2010. „Við erum komnir með viljayfirlýsingu frá MTV þar sem því er lýst yfir að áhugi sé á að halda hátíðina annað hvert ár," bætir Björn við. Hann vildi ekki gefa upp hvenær þetta myndi skýrast en sagði ekki langt í það. „Þegar við reyndum síðast árið 2006 var skortur á fimm stjörnu gistingu en það ætti að leysast með nýju hóteli sem á að rísa við hliðina á nýja tónlistarhúsinu," segir Björn. Justin var kynnir í Kaupmannahöfn þegar verðlaunin voru veitt þar í fyrra. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt efnahagslíf. Fyrir utan þá gríðarmiklu landkynningu sem þarna er í boði má reikna með að töluvert fjármagn muni streyma um götur höfuðborgarinnar enda stjörnurnar ekki þekktar fyrir að sitja á aurunum eins og ormar á gulli. „Kaupmannahafnarborg kynnir í næstu viku skýrslu þar sem áhrif MTV-hátíðarinnar í fyrra eru metin. Samkvæmt þeirri skýrslu er bein innspýting inn í viðskiptalíf Kaupmannahafnar talin hlaupa á einum og hálfum milljarði og ef þeir hefðu ákveðið að fara af stað með svona landkynningu hefði hún kostað í kringum fimm milljarða," uppplýsir Björn. Yfirvöld í Kaupmannahöfn meta því áhrif hátíðarinnar upp á tæpa sjö milljarða. Björn segir að nokkrum fjárhæðum hafi verið eytt til að fá hátíðina hingað til lands. Íslenska ríkið hefur styrkt verkefnið um þrjár milljónir en samtals hljóðar kostnaðurinn hingað til upp á fimmtán milljónir. Nú stefnir allt í það að þessum fjármunum hafi ekki verið kastað á glæ. MTV-verðlaunahátíðin er ein sú stærsta í heiminum en þar troða upp margar af skærustu stjörnum poppheimsins og er talið að milljónir manna horfi á beina útsendingu frá henni.
Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira