Hafdís Huld með lungnasýkingu 7. febrúar 2007 09:15 hafdís huld Þarf að hvíla röddina næstu tvær vikurnar. MYND/Hörður Tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir hefur frestað tónleikaferð sinni um Bretland vegna lungnasýkingar. Hafdís átti að koma fram á fyrstu tónleikunum í Birmingham í fyrrakvöld en ekkert varð af þeim. Ráðlögðu læknar henni að hvíla sig næstu tvær vikurnar, því annars gæti hún skaðað röddina. „Ég hélt ég myndi ná þessu úr mér með öllum þessum gömlu góðu aðferðum en eins og allir heyrðu á Íslensku tónlistarverðlaununum þá hljómaði ég eins og Louis Armstrong,“ segir Hafdís Huld, sem er stödd heima hjá sér í London. „Ég ætlaði að syngja á þorrablóti hjá Íslendingafélaginu á laugardaginn síðasta en ég varð að hætta við það. Maður er þrjóskur Íslendingur og ég aflýsti ekki tónleikaferðalaginu fyrr en um miðjan sunnudaginn.“ Næstu tónleikar Hafdísar eru fyrirhugaðir í París þann 24. febrúar, ef heilsan leyfir. Eftir það mun hún spila á tvennum tónleikum í Barcelona og Madrid í byrjun mars. Síðar í mánuðinum er svo fyrirhuguð tónleikaferð um Norðurlönd, þar á meðal Ísland. Hafdís getur þó glaðst yfir því að hafa fengið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu poppplötuna. „Það var yndislegt og ég átti engan veginn von á þessu. Ég hef ekkert getað spilað heima ennþá og mér fannst bara heiður að vera tilnefnd og fá að vera með. Það var algjör draumur að fá verðlaun fyrir bestu plötuna,“ segir Hafdís. Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir hefur frestað tónleikaferð sinni um Bretland vegna lungnasýkingar. Hafdís átti að koma fram á fyrstu tónleikunum í Birmingham í fyrrakvöld en ekkert varð af þeim. Ráðlögðu læknar henni að hvíla sig næstu tvær vikurnar, því annars gæti hún skaðað röddina. „Ég hélt ég myndi ná þessu úr mér með öllum þessum gömlu góðu aðferðum en eins og allir heyrðu á Íslensku tónlistarverðlaununum þá hljómaði ég eins og Louis Armstrong,“ segir Hafdís Huld, sem er stödd heima hjá sér í London. „Ég ætlaði að syngja á þorrablóti hjá Íslendingafélaginu á laugardaginn síðasta en ég varð að hætta við það. Maður er þrjóskur Íslendingur og ég aflýsti ekki tónleikaferðalaginu fyrr en um miðjan sunnudaginn.“ Næstu tónleikar Hafdísar eru fyrirhugaðir í París þann 24. febrúar, ef heilsan leyfir. Eftir það mun hún spila á tvennum tónleikum í Barcelona og Madrid í byrjun mars. Síðar í mánuðinum er svo fyrirhuguð tónleikaferð um Norðurlönd, þar á meðal Ísland. Hafdís getur þó glaðst yfir því að hafa fengið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu poppplötuna. „Það var yndislegt og ég átti engan veginn von á þessu. Ég hef ekkert getað spilað heima ennþá og mér fannst bara heiður að vera tilnefnd og fá að vera með. Það var algjör draumur að fá verðlaun fyrir bestu plötuna,“ segir Hafdís.
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“