Brekkusöngur í Smáralind 5. febrúar 2007 09:30 Á sýningunni Eyjan okkar, sem haldin verður í Smáralindinni 3. mars næstkomandi, verða Vestmannaeyjar og bestu afurðir þeirra kynntar fyrir gestum og gangandi. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu brekkusöngurinn víðfrægi, sem verður haldinn með pompi og pragt í Vetrargarðinum að kvöldi dags. Árni Johnsen mun að sjálfsögðu stýra söngnum styrkri hendi, en pólitískur andstæðingur hans, Róbert Marshall, er í hópi þeirra glæstu listamanna sem koma munu fram. Árni var ekki á því að kosningabaráttan yrði samstarfi þeirra eða samsöng til trafala. „Nei, nei, það á enginn erfitt með að syngja saman. Söngur kemur pólitík heldur ekkert við, ekki frekar en landamærum eða tungumálum," sagði hann. Róbert hljóp eftirminnilega í skarðið fyrir Árna á Þjóðhátíð árið 2003, og sagðist hafa fengið fjölda boða um að koma fram og skemmta í kjölfar þess. Hann var sammála Árna um að söngur næði út yfir alla pólitík. „Við Árni höfum meira að segja spilað saman áður, í skötuveislu á Umferðarmiðstöðinni," sagði Róbert. „Ég geri heldur ekki ráð fyrir því að margir myndu kjósa mig út af söngnum, og því síður Árna," bætti hann við. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Á sýningunni Eyjan okkar, sem haldin verður í Smáralindinni 3. mars næstkomandi, verða Vestmannaeyjar og bestu afurðir þeirra kynntar fyrir gestum og gangandi. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu brekkusöngurinn víðfrægi, sem verður haldinn með pompi og pragt í Vetrargarðinum að kvöldi dags. Árni Johnsen mun að sjálfsögðu stýra söngnum styrkri hendi, en pólitískur andstæðingur hans, Róbert Marshall, er í hópi þeirra glæstu listamanna sem koma munu fram. Árni var ekki á því að kosningabaráttan yrði samstarfi þeirra eða samsöng til trafala. „Nei, nei, það á enginn erfitt með að syngja saman. Söngur kemur pólitík heldur ekkert við, ekki frekar en landamærum eða tungumálum," sagði hann. Róbert hljóp eftirminnilega í skarðið fyrir Árna á Þjóðhátíð árið 2003, og sagðist hafa fengið fjölda boða um að koma fram og skemmta í kjölfar þess. Hann var sammála Árna um að söngur næði út yfir alla pólitík. „Við Árni höfum meira að segja spilað saman áður, í skötuveislu á Umferðarmiðstöðinni," sagði Róbert. „Ég geri heldur ekki ráð fyrir því að margir myndu kjósa mig út af söngnum, og því síður Árna," bætti hann við.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira