Fyrsta sólóplatan í átta ár 25. janúar 2007 05:15 Páll Óskar Hjálmtýsson er með tvær plötur í bígerð. Önnur verður fyrsta sólóplata hans í átta ár. „Hún kemur vonandi í sumar, en kannski í haust. Ég ætla að klára X-factor í friði og sé bara til," sagði hann. Plötuna segir Páll Óskar stefna í að verða útúrgeggjaða teknóplötu. „Það var nú ekki ætlunin, en lögin eru að fara í þá áttina. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra þetta, það sem komið er hljómar mjög vel í mínum eyrum," sagði hann. Páll Óskar og Monika Abendroth undirbúa einnig frekari útgáfu, en samstarf þeirra hingað til hefur reynst afar farsælt. „Við erum að safna lögum. En ég ætla að koma þessari dansplötu frá mér sem fyrst," sagði Páll Óskar. Þó að X-factor eigi hug hans mestallan getur ekkert hamlað því að Páll Óskar komist í Eurovision-gírinn. „Það gerist nú bara sjálfkrafa," sagði hann kátur. „Ég er einmitt búinn að taka að mér að vera með eftirpartí á Nasa eftir íslensku keppnina 17. febrúar," sagði Páll Óskar, sem ætlar þó jafnframt að halda hið árlega Eurovisionpartí sitt. „Við erum búin að fá hinn rúmenska Mihai, sem söng Tornero, til landsins. Hann mun troða upp í úrslitakeppninni á RÚV og svo hleypur hann bara beint yfir á Nasa í partíið mitt," sagði Páll Óskar, sem sér sjálfur um skífuþeytingar og treður upp. „Þetta verður alveg geggjað," sagði hann kampakátur. Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson er með tvær plötur í bígerð. Önnur verður fyrsta sólóplata hans í átta ár. „Hún kemur vonandi í sumar, en kannski í haust. Ég ætla að klára X-factor í friði og sé bara til," sagði hann. Plötuna segir Páll Óskar stefna í að verða útúrgeggjaða teknóplötu. „Það var nú ekki ætlunin, en lögin eru að fara í þá áttina. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra þetta, það sem komið er hljómar mjög vel í mínum eyrum," sagði hann. Páll Óskar og Monika Abendroth undirbúa einnig frekari útgáfu, en samstarf þeirra hingað til hefur reynst afar farsælt. „Við erum að safna lögum. En ég ætla að koma þessari dansplötu frá mér sem fyrst," sagði Páll Óskar. Þó að X-factor eigi hug hans mestallan getur ekkert hamlað því að Páll Óskar komist í Eurovision-gírinn. „Það gerist nú bara sjálfkrafa," sagði hann kátur. „Ég er einmitt búinn að taka að mér að vera með eftirpartí á Nasa eftir íslensku keppnina 17. febrúar," sagði Páll Óskar, sem ætlar þó jafnframt að halda hið árlega Eurovisionpartí sitt. „Við erum búin að fá hinn rúmenska Mihai, sem söng Tornero, til landsins. Hann mun troða upp í úrslitakeppninni á RÚV og svo hleypur hann bara beint yfir á Nasa í partíið mitt," sagði Páll Óskar, sem sér sjálfur um skífuþeytingar og treður upp. „Þetta verður alveg geggjað," sagði hann kampakátur.
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira