Söngvaskáld í Danaveldi 23. janúar 2007 07:30 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. MYND/Rósa Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. Fyrst spilar hann í Álaborg hinn 6. og daginn eftir heldur hann tvenna tónleika í Kaupmannahöfn. Fyrri tónleikarnir í Kaupmannahöfn verða í verslun 12 Tóna og þeir síðari í Loppen. Pétur er nýkominn frá Hollandi þar sem hann spilaði á tónlistarhátíðinni Eurosonic ásamt hljómsveit sinni. „Það gekk rosavel og var æðislega gaman,“ segir Pétur. „Það var mesta furða hvað það var vel tekið í þetta og það var líka gaman hvað það mættu margir því tónleikarnir voru snemma um kvöldið.“ Fimm stjörnur í DanmörkuFyrsta og eina plata Péturs Ben, Wine for My Weakness, hefur verið gefin út af 12 Tónum í Danmörku og fengið þar góða dóma. Fékk hún fimm stjörnur af sex mögulegum í Politiken og einnig fimm af sex í tónlistarblaðinu Soundvenue þar sem sagði m.a. „Dæmigert! Hæfileikaríkt og persónulegt söngvaskáld á íslenskri frumraun“. Að auki fékk platan fjórar stjörnur af sex í tónlistarblaðinu GAFFA. Platan, sem var ofarlega á listum íslenskra gagnrýnenda yfir bestu plötur síðasta árs, hefur verið tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistaverðlaununum sem verða afhent í lok janúar, auk þess sem Pétur er tilnefndur sem söngvari og nýliði ársins. Alveg í skýjunumPétur segist vera alveg í skýjunum yfir viðtökunum við plötunni. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt. Ég hefði aldrei trúað því áður en platan kom út að hún fengi svona mikla athygli. Það hefur verið rosalega mikið fjallað um hana og það er ekki hægt að fara fram á meira.“ Ferðast um landiðPétur mun hafa í nógu að snúast á næstunni. Auk þess að fylgja plötunni eftir erlendis hyggur hann á tónleika á Akureyri í byrjun febrúar og ferðar í kringum landið með Lay Low og Rás 2 í mars. Einnig samdi hann tónlistina við kvikmyndina Foreldra sem var nýverið frumsýnd hér á landi.freyr@frettabladid.is Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. Fyrst spilar hann í Álaborg hinn 6. og daginn eftir heldur hann tvenna tónleika í Kaupmannahöfn. Fyrri tónleikarnir í Kaupmannahöfn verða í verslun 12 Tóna og þeir síðari í Loppen. Pétur er nýkominn frá Hollandi þar sem hann spilaði á tónlistarhátíðinni Eurosonic ásamt hljómsveit sinni. „Það gekk rosavel og var æðislega gaman,“ segir Pétur. „Það var mesta furða hvað það var vel tekið í þetta og það var líka gaman hvað það mættu margir því tónleikarnir voru snemma um kvöldið.“ Fimm stjörnur í DanmörkuFyrsta og eina plata Péturs Ben, Wine for My Weakness, hefur verið gefin út af 12 Tónum í Danmörku og fengið þar góða dóma. Fékk hún fimm stjörnur af sex mögulegum í Politiken og einnig fimm af sex í tónlistarblaðinu Soundvenue þar sem sagði m.a. „Dæmigert! Hæfileikaríkt og persónulegt söngvaskáld á íslenskri frumraun“. Að auki fékk platan fjórar stjörnur af sex í tónlistarblaðinu GAFFA. Platan, sem var ofarlega á listum íslenskra gagnrýnenda yfir bestu plötur síðasta árs, hefur verið tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistaverðlaununum sem verða afhent í lok janúar, auk þess sem Pétur er tilnefndur sem söngvari og nýliði ársins. Alveg í skýjunumPétur segist vera alveg í skýjunum yfir viðtökunum við plötunni. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt. Ég hefði aldrei trúað því áður en platan kom út að hún fengi svona mikla athygli. Það hefur verið rosalega mikið fjallað um hana og það er ekki hægt að fara fram á meira.“ Ferðast um landiðPétur mun hafa í nógu að snúast á næstunni. Auk þess að fylgja plötunni eftir erlendis hyggur hann á tónleika á Akureyri í byrjun febrúar og ferðar í kringum landið með Lay Low og Rás 2 í mars. Einnig samdi hann tónlistina við kvikmyndina Foreldra sem var nýverið frumsýnd hér á landi.freyr@frettabladid.is
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira