Fótbolti

Risar berjast um Riquelme

Elvar Geir Magnússon skrifar
Juan Roman Riquelme er eftirsóttur.
Juan Roman Riquelme er eftirsóttur.

Líklegt er talið að argentínski miðjumaðurinn Juan Roman Riquelme færi sig um set þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Hann er hjá spænska liðinu Villareal en hefur átt í útistöðum við Manuel Pellegrini, þjálfara liðsins.

Þessi 29 ára leikmaður skoraði tvö mörk fyrir Argentínu í sigri á Bólivíu um síðustu helgi. Talið er að Real Madrid sé með hann á sínum óskalista en það sama á við um ítölsku liðin Inter og Juventus.

Roberto Mancini, þjálfari Inter, er að leita að leikmanni til að leysa af Luis Figo sem er meiddur og þar að auki á lokahluta ferils síns. Riquelme var næstum genginn til liðs við Atletico Madrid fyrir sex milljónir punda síðasta sumar en verðmiðinn á honum er talinn svipaður í dag.

Talið er líklegra að Riquelme gangi til liðs við Inter eða Real Madrid heldur en Juventus. Ástæða þess er sú að þau félög hafa í dýpri vasa að grafa en Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×