Tónlist

Ný smáskífa á leiðinni

Dr. Spock hefur haft hægt um sig um nokkurt skeið vegna fötlunar Finna.fréttablaðið/hrafn thoroddsen
Dr. Spock hefur haft hægt um sig um nokkurt skeið vegna fötlunar Finna.fréttablaðið/hrafn thoroddsen mynd/hrafn thoroddsen

Ný smáskífa frá Dr. Spock er væntanleg í búðir upp úr helgi. „Hún hefur verið í dálítilli biðstöðu, en hún er til og allt klárt,“ sagði Guðfinnur Karlsson, betur þekktur sem Finni, söngvari rokksveitarinnar.

„Ég er fatlaður bæði andlega og líkamlega og á leiðinni í skurðaðgerð, þannig að við höfum verið í smá pásu. Við höfum ekkert getað komið fram eða séð fram á að geta fylgt smáskífunni eftir út af því,“ sagði Finni. Hann lofar þó að Spockliðar snúi tvíefldir aftur til leiks að aðgerðinni afstaðinni.

„Smáskífan heitir The Incredible Truth of Dr. Zoega, og er svona í framhaldi af Dr. Phil. Það eru fjögur lög á henni, til dæmis Skítapakk sem var í fyrsta sæti á X-inu í einhverjar sex vikur,“ sagði Finni. „Við sömdum lögin saman þegar við vorum í Ekvador, það er svona ekvador-mannætu-þema á disknum öllum,“ bætti hann við.

Að sögn Finna á að vera hægt að kaupa smáskífuna eina og sér, eða í tvöföldu albúmi með Dr. Phil. „Þessi er með bleikum hanska, en Dr. Phil með gulum. Það virðist vera orðið eitthvað þema hjá okkur,“ sagði Finni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×