Ljúka nýrri plötu á árinu 13. janúar 2007 13:00 Hljómsveitin Sigur Rós er að vinna í nýrri plötu sem mun fylgja á eftir hinni vinsælu Takk. fréttablaðið/anton Hljómsveitin Sigur Rós hefur undanfarna tvo mánuði verið upptekin í hljóðveri sínu, Sundlauginni, í Mosfellsbæ við að taka upp lög á nýja plötu. Að sögn bassaleikarans Georgs Holm er afar líklegt að platan klárist á þessu ári. Veltur það síðan á plötufyrirtæki sveitarinnar erlendis hvort hún komi út á árinu. Georg segir að það muni koma í ljós hvort einhverjar stefnubreytingar verði á plötunni. „Við erum búnir að klára nokkur lög en það er meira eftir að gera. Við vitum ekkert nákvæmlega hvernig hún endar. Við erum bara að gera tilraunir eins og er. Sum af þessum lögum eru líka gömul lög sem við sömdum fyrir svolitlu síðan. Efni sem var aldrei klárað og hefur því aldrei verið gefið út. Við ákváðum að það væri tími til kominn að klára það," segir hann. Sigur Rós mun hafa í nógu að snúast á næstunni. Auk þess að vinna í plötunni og tónleikamynd sinni sem var tekin upp hérlendis á síðasta ári mun sveitin spila á fjáröflunartónleikum til styrktar Tíbet þann 26. febrúar í Carnegie Hall í New York. Þetta verður í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar á þessum þekkta tónleikastað. Patti Smith, sem hélt tónleika hér á landi á síðasta ári, og tónskáldið heimsþekkta Philip Glass munu einnig koma fram. Daginn fyrir tónleikana mun Sigur Rós flytja tónlist sína við dansverk Merce Cunningham, Split Sides, í Miami. „Þetta er árlegur viðburður sem Glass er að sjá um. Hann hafði samband við okkur og vildi fá okkur til að koma. Við verðum úti í Bandaríkjunum á þessum tíma þannig að við ákváðum að skella okkur," segir Georg. „Við viljum styrkja og styðja við bakið á þessum málstað. Okkur hefur áður verið boðið að koma og spila en aldrei séð okkur fært að mæta." Sigur Rós mun aðeins spila eitt lag á tónleikunum og segir Georg líklegast að Heysátan, lokalag síðustu plötu sveitarinnar, Takk, verði fyrir valinu. „Við verðum ekki þarna úti til að spila á okkar eigin tónleikum og þess vegna verðum við með voða lítið af græjum. Það eru fá lög sem við getum spilað án þess að vera með þrjú tonn af hljóðfærum, þannig að það verður að vera Heysátan," segir hann. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós hefur undanfarna tvo mánuði verið upptekin í hljóðveri sínu, Sundlauginni, í Mosfellsbæ við að taka upp lög á nýja plötu. Að sögn bassaleikarans Georgs Holm er afar líklegt að platan klárist á þessu ári. Veltur það síðan á plötufyrirtæki sveitarinnar erlendis hvort hún komi út á árinu. Georg segir að það muni koma í ljós hvort einhverjar stefnubreytingar verði á plötunni. „Við erum búnir að klára nokkur lög en það er meira eftir að gera. Við vitum ekkert nákvæmlega hvernig hún endar. Við erum bara að gera tilraunir eins og er. Sum af þessum lögum eru líka gömul lög sem við sömdum fyrir svolitlu síðan. Efni sem var aldrei klárað og hefur því aldrei verið gefið út. Við ákváðum að það væri tími til kominn að klára það," segir hann. Sigur Rós mun hafa í nógu að snúast á næstunni. Auk þess að vinna í plötunni og tónleikamynd sinni sem var tekin upp hérlendis á síðasta ári mun sveitin spila á fjáröflunartónleikum til styrktar Tíbet þann 26. febrúar í Carnegie Hall í New York. Þetta verður í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar á þessum þekkta tónleikastað. Patti Smith, sem hélt tónleika hér á landi á síðasta ári, og tónskáldið heimsþekkta Philip Glass munu einnig koma fram. Daginn fyrir tónleikana mun Sigur Rós flytja tónlist sína við dansverk Merce Cunningham, Split Sides, í Miami. „Þetta er árlegur viðburður sem Glass er að sjá um. Hann hafði samband við okkur og vildi fá okkur til að koma. Við verðum úti í Bandaríkjunum á þessum tíma þannig að við ákváðum að skella okkur," segir Georg. „Við viljum styrkja og styðja við bakið á þessum málstað. Okkur hefur áður verið boðið að koma og spila en aldrei séð okkur fært að mæta." Sigur Rós mun aðeins spila eitt lag á tónleikunum og segir Georg líklegast að Heysátan, lokalag síðustu plötu sveitarinnar, Takk, verði fyrir valinu. „Við verðum ekki þarna úti til að spila á okkar eigin tónleikum og þess vegna verðum við með voða lítið af græjum. Það eru fá lög sem við getum spilað án þess að vera með þrjú tonn af hljóðfærum, þannig að það verður að vera Heysátan," segir hann.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira