Tónlist

Kennir aðdáendum að spila lögin sín

Góður við aðdáendurna Mugison hefur sett kennslumyndbönd á vefsíðu sína þar sem hægt er að læra að spila lögin hans.
Góður við aðdáendurna Mugison hefur sett kennslumyndbönd á vefsíðu sína þar sem hægt er að læra að spila lögin hans.

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison eins og hann er jafnan kallaður, hefur bryddað upp á skemmtilegri nýjung á heimasíðu sinni, Mugison.com. Þar hefur kappinn tekið upp gítarkennslu fyrir aðdáendur sína. Mugison skrifar að aðdáendur hans óski oft eftir upplýsingum um hvaða grip hann noti í hverju lagi og hann hafi ákveðið að bæta úr skorti á þessum upplýsingum.

„Ég er svo glataður í nöfnum á þessum gripum … þannig að ég ætla að taka upp nokkur vídeó með þeim lögum sem þið eruð að biðja um," skrifar Mugison sem þegar hefur sett inn myndband af sér að spila lagið 2 Birds. Leiðbeiningar með því eru á ensku því það var danskur aðdáandi sem bað tónlistarmanninn um það lag.

Mugison er hins vegar boðinn og búinn að setja inn myndbönd með leiðbeiningum á íslensku fyrir hérlenda aðdáendur. Hægt er að senda honum tölvupóst á netfangið mugison@gmail.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×