Syngja meðan heilsan leyfir 11. janúar 2007 14:30 Aldursforsetinn Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir mætir reglulega á söngvökur og segir tónlistina vera dýrð. MYND/Valli Hin níutíu og sex ára gamla Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir, kölluð Sigurrós, lætur háan aldur ekki aftra sér og mætir reglulega á hálfsmánaðarlegar söngvökur hjá Félagi eldri borgara ásamt Bergdísi Kristjánsdóttur, heimsóknavini Sigurrósar frá Rauða krossinum. Söngur hefur lengi verið hugðarefni Sigurrósar, sem segist mikið hafa verið í kórum áður fyrr. „Söngurinn er bara svo mikið líf. Að geta sungið og hljómlistin og allt sem því fylgir er alveg hreint dýrð, finnst mér," sagði hún. Sigurrós varð nýlega fyrir slysi og missti við það röddina að einhverju leyti. „Það er að lagast núna. Bergdís segir að ég sé ekki fölsk," sagði Sigurrós hlæjandi. „Ég er fyrst og fremst ánægð að vera með og geta þetta," bætti hún við. Þær Bergdís og Sigurrós segjast ætla að halda áfram að stunda söngvökurnar. „Þegar maður er orðinn svona gamall veit maður ekki hversu lengi maður getur eitt eða annað. En á meðan heilsan leyfir, já," sagði Sigurrós. Helgi Seljan segir sönginn vera afar frjálsan, og þeir sem söngvökurnar sæki syngi allir með sínu nefi. Halldóra H. Kristjánsdóttir og Svanlaug Magnúsdóttir hafa stundað vökurnar lengst söngfuglanna, og segir Halldóra að þeir sem komi einu sinni snúi alltaf aftur. Söngur hefur alltaf verið hluti af lífi þeirra, þó þær hafi hvorugar sungið í kór. „Sem krakki og unglingur söng maður mikið, og alltaf þegar unga fólkið kom saman," sagði Svanlaug, sem sagðist jafnvel syngja þegar hún ryksugar eða fer út að ganga. „Þetta veitir manni útrás, eins og að dansa. Maður er svo frjáls," sagði Svanlaug. Halldóra var henni sammála. „Ef maður er í leiðu skapi og fer að syngja, þá er bara eins og losni um allt og það hverfur," sagði hún. Þeir Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, og Sigurður Jónsson, píanóleikari og tannlæknir, hafa leitt samkomurnar frá haustinu 2005, þegar þeir tóku við af Sigurbjörgu Hólmgrímsdóttur. Að sögn Helga er frelsi í söngnum haft að leiðarljósi. „Hér syngur hver með sínu nefi og nýtur þess að vera hérna." Sjálfur segist Helgi hafa sungið sig vitlausan alla tíð. „Á sínum tíma röktum við Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður, bæði sjúkrastofnanir og elliheimili og sungum saman ásamt Sigurði. Það var mjög gaman, og varð eiginlega kveikjan að þessu," sagði Helgi. „Ég hef óskaplega ánægju af þessu," bætti hann við. Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hin níutíu og sex ára gamla Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir, kölluð Sigurrós, lætur háan aldur ekki aftra sér og mætir reglulega á hálfsmánaðarlegar söngvökur hjá Félagi eldri borgara ásamt Bergdísi Kristjánsdóttur, heimsóknavini Sigurrósar frá Rauða krossinum. Söngur hefur lengi verið hugðarefni Sigurrósar, sem segist mikið hafa verið í kórum áður fyrr. „Söngurinn er bara svo mikið líf. Að geta sungið og hljómlistin og allt sem því fylgir er alveg hreint dýrð, finnst mér," sagði hún. Sigurrós varð nýlega fyrir slysi og missti við það röddina að einhverju leyti. „Það er að lagast núna. Bergdís segir að ég sé ekki fölsk," sagði Sigurrós hlæjandi. „Ég er fyrst og fremst ánægð að vera með og geta þetta," bætti hún við. Þær Bergdís og Sigurrós segjast ætla að halda áfram að stunda söngvökurnar. „Þegar maður er orðinn svona gamall veit maður ekki hversu lengi maður getur eitt eða annað. En á meðan heilsan leyfir, já," sagði Sigurrós. Helgi Seljan segir sönginn vera afar frjálsan, og þeir sem söngvökurnar sæki syngi allir með sínu nefi. Halldóra H. Kristjánsdóttir og Svanlaug Magnúsdóttir hafa stundað vökurnar lengst söngfuglanna, og segir Halldóra að þeir sem komi einu sinni snúi alltaf aftur. Söngur hefur alltaf verið hluti af lífi þeirra, þó þær hafi hvorugar sungið í kór. „Sem krakki og unglingur söng maður mikið, og alltaf þegar unga fólkið kom saman," sagði Svanlaug, sem sagðist jafnvel syngja þegar hún ryksugar eða fer út að ganga. „Þetta veitir manni útrás, eins og að dansa. Maður er svo frjáls," sagði Svanlaug. Halldóra var henni sammála. „Ef maður er í leiðu skapi og fer að syngja, þá er bara eins og losni um allt og það hverfur," sagði hún. Þeir Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, og Sigurður Jónsson, píanóleikari og tannlæknir, hafa leitt samkomurnar frá haustinu 2005, þegar þeir tóku við af Sigurbjörgu Hólmgrímsdóttur. Að sögn Helga er frelsi í söngnum haft að leiðarljósi. „Hér syngur hver með sínu nefi og nýtur þess að vera hérna." Sjálfur segist Helgi hafa sungið sig vitlausan alla tíð. „Á sínum tíma röktum við Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður, bæði sjúkrastofnanir og elliheimili og sungum saman ásamt Sigurði. Það var mjög gaman, og varð eiginlega kveikjan að þessu," sagði Helgi. „Ég hef óskaplega ánægju af þessu," bætti hann við.
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira