Jarvis - þrjár stjörnur 10. janúar 2007 09:00 Fyrsta sólóplata Jarvis Cocker veldur engum vonbrigðum. Ekki láta spaugileg „90"s" kvöld vinar míns Curvers plata ykkur. Þó svo að nostalgía yngri kynslóða snúist yfirleitt um það að gera því hátt undir höfði sem miður fór í tónlist á síðasta áratug og þau kvöld séu full af Aqua, 2Unlimited og öðrum viðbjóði sem fáir myndu leggja á sig að hlusta á edrú var tíundi áratugurinn líka fullur af frábærri tónlist. Á þeim árum gátu líka kraftaverkin enn gerst í tónlistarbransanum. Þvengmjóir nördar með þykk gleraugu sem kunnu lítið að syngja og höfðu útlitið svo sannarlega ekki með sér gátu þá orðið poppstjörnur. Pulp var sönnun þess að ef þú gast samið sæmilega smeðjuleg popplög var nóg að vera orðheppinn og frumlegur til þess að slá í gegn. Gæti einhver eins og Jarvis Cocker orðið stjarna á nútíma poppmarkaði? Yrði honum ekki bara alltaf ýtt til hliðar af brjóstaskorum og vel snyrtum glaumgosum? Svo látin dúsa í skugga „önder-gránd"-stöðva, hvað sem það nú þýðir!? Það hefur nú ekki farið mikið fyrir Pulp síðustu ár, og því kannski ekkert undarlegt að við höfum ekki orðið mikið vör við útgáfu fyrstu sólóplötu forsprakkans skemmtilega. Það eru nú ekki margar stjörnur sem hafa þolinmæði til þess að bíða með útgáfu fyrstu sólóplötunnar til 43 ára aldurs, en Jarvis virðist ekkert hafa verið að flýta sér. Hann er stórkostlegur textahöfundur, þannig er það bara. Honum bregst heldur ekkert bogalistin á þessari plötu sinni. Textar á borð við I Will Kill Again, sem inniheldur afbragðs lýsingu á nútíma einverumanni, sýna vel að hann getur ennþá kreist upp fersk yrkisefni. Í öðru lagi heldur Jarvis því svo fram að spikfeit börn hafi rænt lífi hans. Við skulum vona að hann sé nú ekki að syngja um eigin afkvæmi. Tónlistin gæti þess vegna verið flutt af Pulp. Jarvis gerir engar tilraunir til þess að finna sér nýjan hljóðheim á sólóferlinum. Þar finnst mér hann gera svolítið lítið úr hljómsveitinni. Í þessu felst stærsti galli plötunnar. Vegna þess að lögin hljóma eins og Pulp, er ekkert annað hægt en að miða þau við þá sveit. Þá skynjar maður það fljótlega að nýju lögin eru hvergi jafn fersk og grípandi og þau gömlu voru, þó þau vinni vissulega á við ítrekaða hlustun. Eftir stendur að fyrsta sólóplata Jarvis hljómar örlítið eins og hún sé full af afgangslögum frá Pulp. Samt ótrúlega gott að heyra í kauða aftur. Heyr, heyr, lifi Jarvis. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ekki láta spaugileg „90"s" kvöld vinar míns Curvers plata ykkur. Þó svo að nostalgía yngri kynslóða snúist yfirleitt um það að gera því hátt undir höfði sem miður fór í tónlist á síðasta áratug og þau kvöld séu full af Aqua, 2Unlimited og öðrum viðbjóði sem fáir myndu leggja á sig að hlusta á edrú var tíundi áratugurinn líka fullur af frábærri tónlist. Á þeim árum gátu líka kraftaverkin enn gerst í tónlistarbransanum. Þvengmjóir nördar með þykk gleraugu sem kunnu lítið að syngja og höfðu útlitið svo sannarlega ekki með sér gátu þá orðið poppstjörnur. Pulp var sönnun þess að ef þú gast samið sæmilega smeðjuleg popplög var nóg að vera orðheppinn og frumlegur til þess að slá í gegn. Gæti einhver eins og Jarvis Cocker orðið stjarna á nútíma poppmarkaði? Yrði honum ekki bara alltaf ýtt til hliðar af brjóstaskorum og vel snyrtum glaumgosum? Svo látin dúsa í skugga „önder-gránd"-stöðva, hvað sem það nú þýðir!? Það hefur nú ekki farið mikið fyrir Pulp síðustu ár, og því kannski ekkert undarlegt að við höfum ekki orðið mikið vör við útgáfu fyrstu sólóplötu forsprakkans skemmtilega. Það eru nú ekki margar stjörnur sem hafa þolinmæði til þess að bíða með útgáfu fyrstu sólóplötunnar til 43 ára aldurs, en Jarvis virðist ekkert hafa verið að flýta sér. Hann er stórkostlegur textahöfundur, þannig er það bara. Honum bregst heldur ekkert bogalistin á þessari plötu sinni. Textar á borð við I Will Kill Again, sem inniheldur afbragðs lýsingu á nútíma einverumanni, sýna vel að hann getur ennþá kreist upp fersk yrkisefni. Í öðru lagi heldur Jarvis því svo fram að spikfeit börn hafi rænt lífi hans. Við skulum vona að hann sé nú ekki að syngja um eigin afkvæmi. Tónlistin gæti þess vegna verið flutt af Pulp. Jarvis gerir engar tilraunir til þess að finna sér nýjan hljóðheim á sólóferlinum. Þar finnst mér hann gera svolítið lítið úr hljómsveitinni. Í þessu felst stærsti galli plötunnar. Vegna þess að lögin hljóma eins og Pulp, er ekkert annað hægt en að miða þau við þá sveit. Þá skynjar maður það fljótlega að nýju lögin eru hvergi jafn fersk og grípandi og þau gömlu voru, þó þau vinni vissulega á við ítrekaða hlustun. Eftir stendur að fyrsta sólóplata Jarvis hljómar örlítið eins og hún sé full af afgangslögum frá Pulp. Samt ótrúlega gott að heyra í kauða aftur. Heyr, heyr, lifi Jarvis. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“