Robben hlýtur að vera hálsbrotinn 5. febrúar 2006 22:59 Rafa baðar út öngum sínum þegar Reina er sýnt rauða spjaldið. Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool segir að það sé alltaf erfitt að lenda undir gegn góðu liði eins og Chelsea sem vann 2-0 í viðureign liðanna á Stamford Bridge í dag. Með sigrinum komst Chelsea í 15 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og er 21 stigi á undan Liverpool sem er í 3. sæti deildarinnar. "Við spiluðum ekki illa en vandamálið er að þegar maður fær á sig mark gegn svona góðu liði hefur það meiri stjórn á leiknum. Við héldum áfram að sækja en þeir geta spilað sinn leik í vörn og spilað upp á skyndisóknir. Chelsea spilar yfirleitt út á skyndisóknir." sagði Benitez. Hann var hins vegar æfur út í Arjen Robben sem fiskaði markvörð Liverpool, Jose Reina út af með rautt spjald. Benitez segir að það sé ekki hægt að afsaka hegðun Robben sem lét sig falla með tilrifum þegar Reina ýtti á andlit Hollendingsins. Atvikið átti sér stað eftir að Reina hafði brotið á Eiði Smára Guðjohnsen. "Ég þarf að drífa mig á spítalann því Robben hlýtur að vera þar. Meiðsli hans eftir Reina hljóta að þýða að hann verði þar í viku. Sjónvarpsupptökur sýna reyndar að Robben hljóti að vera rúmfastur á spítala í 3 vikur vegna hálsbrots." sagði Benitez af tilefni tilþrifa Robben en Liverpool ætlar að áfrýja rauða spjaldinu á Reina sem á yfir höfði sér þriggja leikja bann vegna dómsins. Benitez vill að dómarar sýni af sér meiri reynslu þegar taka þarf á svona atvikum. "Ég skil ekki hvernig leikmenn komast upp með að vera sparkandi í aðra leikmenn allan leikinn án þess að fá svo mikið sem gult spjald en svo þegar Reina rétt svo stuggar við Robben þá fær hann rautt." José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea þvertekur fyrir að fara í orðaleik við Benitez. "Ég hef ekki áhuga á því sem Rafa segir vegna þess að ég var að ljúka við leik þar sem mínir menn léku mjög vel og hefðu átt að vinna 3 eða 4-0 sigur. Hvers vegna ætti ég að segja mína skoðun á orðum Benitez. Stundum segjum menn eitthvað án þess að hugsa. Sérstaklega þegar maður tapar. Við skoruðum eitt fallegasta markið sem sést hefur í deildinni á tímabilinu og það var dæmt af okkur." sagði Mourinho og árétti að þetta var 50. sigur Chelsea í deildinni á einu og hálfu ári. Chelsea á 13 leiki eftir í deildinni á tímabilinu og Mourinho er búinn að reikna dæmið. "Við þurfum að vinna átta leiki, það er bara svo einfalt. Við þurfum að vinna þessa leiki eins fljótt og auðið er. Það mikilvæga við þetta er að verða meistarar aftur." sagði Mourinho að lokum. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ Sjá meira
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool segir að það sé alltaf erfitt að lenda undir gegn góðu liði eins og Chelsea sem vann 2-0 í viðureign liðanna á Stamford Bridge í dag. Með sigrinum komst Chelsea í 15 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og er 21 stigi á undan Liverpool sem er í 3. sæti deildarinnar. "Við spiluðum ekki illa en vandamálið er að þegar maður fær á sig mark gegn svona góðu liði hefur það meiri stjórn á leiknum. Við héldum áfram að sækja en þeir geta spilað sinn leik í vörn og spilað upp á skyndisóknir. Chelsea spilar yfirleitt út á skyndisóknir." sagði Benitez. Hann var hins vegar æfur út í Arjen Robben sem fiskaði markvörð Liverpool, Jose Reina út af með rautt spjald. Benitez segir að það sé ekki hægt að afsaka hegðun Robben sem lét sig falla með tilrifum þegar Reina ýtti á andlit Hollendingsins. Atvikið átti sér stað eftir að Reina hafði brotið á Eiði Smára Guðjohnsen. "Ég þarf að drífa mig á spítalann því Robben hlýtur að vera þar. Meiðsli hans eftir Reina hljóta að þýða að hann verði þar í viku. Sjónvarpsupptökur sýna reyndar að Robben hljóti að vera rúmfastur á spítala í 3 vikur vegna hálsbrots." sagði Benitez af tilefni tilþrifa Robben en Liverpool ætlar að áfrýja rauða spjaldinu á Reina sem á yfir höfði sér þriggja leikja bann vegna dómsins. Benitez vill að dómarar sýni af sér meiri reynslu þegar taka þarf á svona atvikum. "Ég skil ekki hvernig leikmenn komast upp með að vera sparkandi í aðra leikmenn allan leikinn án þess að fá svo mikið sem gult spjald en svo þegar Reina rétt svo stuggar við Robben þá fær hann rautt." José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea þvertekur fyrir að fara í orðaleik við Benitez. "Ég hef ekki áhuga á því sem Rafa segir vegna þess að ég var að ljúka við leik þar sem mínir menn léku mjög vel og hefðu átt að vinna 3 eða 4-0 sigur. Hvers vegna ætti ég að segja mína skoðun á orðum Benitez. Stundum segjum menn eitthvað án þess að hugsa. Sérstaklega þegar maður tapar. Við skoruðum eitt fallegasta markið sem sést hefur í deildinni á tímabilinu og það var dæmt af okkur." sagði Mourinho og árétti að þetta var 50. sigur Chelsea í deildinni á einu og hálfu ári. Chelsea á 13 leiki eftir í deildinni á tímabilinu og Mourinho er búinn að reikna dæmið. "Við þurfum að vinna átta leiki, það er bara svo einfalt. Við þurfum að vinna þessa leiki eins fljótt og auðið er. Það mikilvæga við þetta er að verða meistarar aftur." sagði Mourinho að lokum.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti