Erlent

Tæpur þriðjungur á heimsvísu hlynntur pyntingum

Myndir af pyntingum fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Írak vöktu hörð viðbrögð.
Myndir af pyntingum fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Írak vöktu hörð viðbrögð. MYND/AP (með leyfi The New Yorker)

Í könnun sem BBC lét gera í 25 löndum kemur fram að á heimsvísu er tæpur þriðjungur, eða 29% hlynntur pyntingum. Mestur stuðningur við pyntingar er í Ísrael, þar sem 43% telja pyntingar réttlætanlegar í vissum tilvikum. Rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna er hlynntur pyntingum að einhverju marki ef með því má bjarga mannslífum.

Í frétt BBC kemur fram að meirihluti þeirra sem spurðir voru í sérhluta könnunarinnar í 19 af löndunum 25 telja að áfram eigi að gilda strangar reglur sem banna pyntingar í fangelsum á þeim forsendum að þær gangi gegn góðu siðgæði og mannréttindum.

 

Öll löndin 25 þar sem könnunin var gerð eru aðilar að Genfarsáttmálanum sem bannar pyntingar undir öllum kringumstæðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×