Erlent

Forsætisráðherrar vilja auka samstarfið

Anders Fogh Rasmussen og Fredrik Reinfeldt í Kaupmannahöfn í dag
Anders Fogh Rasmussen og Fredrik Reinfeldt í Kaupmannahöfn í dag

Forsætisráðherrar ríkisstjórna borgaraflokkanna í Danmörku og Svíþjóð segjast vilja auka samstarf landanna, sérstaklega innan ESB og um frekari þróun norræna velferðarmódelsins. Fredrik Reinfeldt, nýi sænski forsætisráðherrann, sem staðið hefur í ströngu vegna ráðherraafsagna undanfarnar tvær vikur, og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana ræddust við í Kaupmannahöfn í dag. Flestar spurningar fréttamanna eftir fund þeirra snérumst um ríkisstjórnarkrísuna í Svíþjóð og hvernig Reinfeld hyggðist að stöðva hana að sögn Ritzau fréttastofunnar. Þeir sögðust líka báðir vilja að vinnumarkaður landanna yrði nógu sveigjanlegur til að mæta alþjóðlegri þróun á næstu árum.

Reinfeld aftók á fréttamannafundinum í Kaupmannahöfn að umfangsmikil rannsókn á fjármálum ráðherranna yrði sett í gang, en Cecilia Stegö Chilò, sem sagði af sér sem menningarmálaráðherra eftir 10 daga í embætti, ætlar að krefjast þess að fá greidd ráðherralaun í heilt ár, eða sem svarar rúmlega 11 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×