Erlent

Hvalveiðiþjóðir fagna

Hrefna
Hrefna MYND/Hafro

Hvalveiðiþjóðir, með Norðmenn og Japani í broddi fylkingar, fagna hvalveiðiákvörðun Íslendinga. Norðmenn stunduðu áður einir þjóða atvinnuveiðar á hval en Japanir hafa stundað vísindaveiðar.

Karsten Klepsvik, fulltrúi Norðamanna í Alþjóðahvalveiðiráðinu segir í samtali við AFP fréttastofuna í dag, að fullgildar ástæður séu til að leyfa veiðarnar og ákvörðun Íslendinga hjálpi til að gera þær að eðlilegum hlut. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig formlega um málið en Hideaki Okada, fulltrúi í japanska sjávarútvegsráðuneytinu, segir að Japanir styðji það sjónarmið að sjálfbærar veiðar á einstökum hvalategundum séu mögulegar.

Heildarstærð Hrefnustofnsins í Norðuratlantshafi er talin vera um 70 þúsund dýr, og fjöldi langreyða um 25,800 dýr. Samt eru báðar tegundirnar á lista yfir dýrategundir í hættu. Á síðasta fundi Hvalveiðiráðsins var naumlega samþykkt ályktun um að ekki væri lengur nauðsyn á veiðibanninu sem staðið hefur í 20 ár. Hins vegar náðist þá ekki sá 75% meirihluti í ráðinu, sem þarf til að aflétta því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×