Sport

Tröllið Valuev í beinni annað kvöld

Nikolay Valuev er sannkallað tröll
Nikolay Valuev er sannkallað tröll NordicPhotos/GettyImages

Rússneska þungavigtartröllið Nikolay Valuev verður í eldlínunni á Sýn annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin sýnir beint frá titilvörn hans gegn Bandaríkjamanninum Monte Barrett í Chicago, en hér fyrir neðan má sjá myndaalbúm af tröllinu.

Valuev er 33 ára gamall og hefur aldrei tapað í 44 bardögum sínum á ferlinum, þar af koma 32 sigrar hans á rothöggi. Hann er um 213 cm hár og vegur um 150 kíló og er réttilega kallaður "Ófreskjan í Austri"

Valuev er almennt talinn 2. sterkasti þungavigtarmaðurinn í hnefaleikaheiminum í dag, en bardagi hans annað kvöld verður sá fyrsti á bandarískri grundu. Útsending Sýnar hefst klukkan eitt eftir miðnætti annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×