Hrókurinn heimsækir munaðarleysingjaheimili í Tasiilaq 4. ágúst 2006 17:00 Sigurður Pétursson í brúnni, á leið frá Kulusuk til Tasiilaq. Í gær fóru þrír af liðsmönnum Hróksins, þau Arnar Valgeirsson frá Rauða krossinum, Hulda Hákon myndlistarkona og Sigrún Baldvinsdóttir frá Reykjavíkurborg í heimsókn til Princesses Margrethes Börnehjem sem er heimili fyrir munaðarlaus börn og þau sem ekki geta verið hjá foreldrum sínum. Í fyrra fór fólk á vegum Hróksins þangað í tvígang og færði börnum þar gjafir frá íslenskum fyrirtækjum auk skáksetta frá Hróknum. Tilgangur heimsóknarinnar nú var að styrkja vináttuböndin, kynnast starfseminni betur og síðast en ekki síst að afhenda 25 glæsilegar skólatöskur frá KB banka, með ýmsu skóladóti frá Gjafavörum. Daninn Stig Jörgensen, sem stýrt hefur heimilinu í 32 ár var ákaflega glaður yfir þessum óvænta pakka og var ekki í vafa um að töskurnar kæmu að góðum notum. Pláss er fyrir 17 börn á heimilinu sem búa þar að staðaldri en það hendir einnig að nokkur börn í viðbót komi yfir helgar þegar foreldrar þeirra eiga erfitt með að hugsa um þau. Á heimilinu eru allt frá kornabörnum og upp í 18 ára unglinga. Stig Jörgensen sýndi gestum sínum ný húsakynni heimilisins sem flutt verður í á næstu mánuðum. Eru þau afar vistleg og mun greinilega fara vel um börnin á nýja staðnum. Fyrirmyndar íþróttahús hefur risið þar við hlið þar sem m.a. borðtennisborð og fleira sem tilheyrir frístundastarfi verður í boði. Gjörbreytir þetta allri aðstöðu en að sögn Stigs hefur biðin eftir nýju húsnæði tekið alllangan tíma sem þó hefur borgað sig. Grænlenska landstjórnin rekur heimilið auk 6 manna sambýlis fyrir geðfatlaða sem stendur örskammt frá hinu nýja húsnæði og heldur Stig utan um það heimili einnig ásamt starfsfólki sínu. Mörg íslensk fyrirtæki hafa lagt Hróksmönnum lið í landnámi skáklistarinnar á Grænlandi og gefið varning sem kemur börnum á austurstönd Grænlands að notum. Lögð er áhersla á að öll börn sem taka þátt í þeim fjölmörgum barnaskákmótum sem Hrókurinn stendur fyrir fái verðlaun þannig að allir eru sigurvegarar. Áhuginn leynir sér heldur ekki þegar skákskóli Hróksins tekur til starfa á daginn, með þá Henrik Danielsen, Róbert Harðarson og Kjartan Guðmundsson í fararbroddi og voru um 50 börn mætt í félagsheimilið í Tasiilaq (sem gengur undir nafninu skákhöllin) á fimmtudag, 40 í Kulusuk á sama tíma, auk 54 barna sem tóku þátt í skákmóti í Kummiit undir styrkri stjórn félaga í Kátu biskupunum frá Hafnarfirði sem dvalist hafa þar í 3 daga. Gleðin leynir sér sem sagt ekki, hvort heldur sem er hjá grænlenskum börnum eða íslenskum leiðangursmönnum Hróksins. Lítil stúlka í Sermiligaaq kynnist töfraheimi skáklistarinnar í heimsókn Hróksins í vikunni. Þar var Henrik Danielsen skólastjóri Hróksins á ferð, ásamt liðsmönnum Kátra biskupa frá Hafnarfirði. Lífið Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
Í gær fóru þrír af liðsmönnum Hróksins, þau Arnar Valgeirsson frá Rauða krossinum, Hulda Hákon myndlistarkona og Sigrún Baldvinsdóttir frá Reykjavíkurborg í heimsókn til Princesses Margrethes Börnehjem sem er heimili fyrir munaðarlaus börn og þau sem ekki geta verið hjá foreldrum sínum. Í fyrra fór fólk á vegum Hróksins þangað í tvígang og færði börnum þar gjafir frá íslenskum fyrirtækjum auk skáksetta frá Hróknum. Tilgangur heimsóknarinnar nú var að styrkja vináttuböndin, kynnast starfseminni betur og síðast en ekki síst að afhenda 25 glæsilegar skólatöskur frá KB banka, með ýmsu skóladóti frá Gjafavörum. Daninn Stig Jörgensen, sem stýrt hefur heimilinu í 32 ár var ákaflega glaður yfir þessum óvænta pakka og var ekki í vafa um að töskurnar kæmu að góðum notum. Pláss er fyrir 17 börn á heimilinu sem búa þar að staðaldri en það hendir einnig að nokkur börn í viðbót komi yfir helgar þegar foreldrar þeirra eiga erfitt með að hugsa um þau. Á heimilinu eru allt frá kornabörnum og upp í 18 ára unglinga. Stig Jörgensen sýndi gestum sínum ný húsakynni heimilisins sem flutt verður í á næstu mánuðum. Eru þau afar vistleg og mun greinilega fara vel um börnin á nýja staðnum. Fyrirmyndar íþróttahús hefur risið þar við hlið þar sem m.a. borðtennisborð og fleira sem tilheyrir frístundastarfi verður í boði. Gjörbreytir þetta allri aðstöðu en að sögn Stigs hefur biðin eftir nýju húsnæði tekið alllangan tíma sem þó hefur borgað sig. Grænlenska landstjórnin rekur heimilið auk 6 manna sambýlis fyrir geðfatlaða sem stendur örskammt frá hinu nýja húsnæði og heldur Stig utan um það heimili einnig ásamt starfsfólki sínu. Mörg íslensk fyrirtæki hafa lagt Hróksmönnum lið í landnámi skáklistarinnar á Grænlandi og gefið varning sem kemur börnum á austurstönd Grænlands að notum. Lögð er áhersla á að öll börn sem taka þátt í þeim fjölmörgum barnaskákmótum sem Hrókurinn stendur fyrir fái verðlaun þannig að allir eru sigurvegarar. Áhuginn leynir sér heldur ekki þegar skákskóli Hróksins tekur til starfa á daginn, með þá Henrik Danielsen, Róbert Harðarson og Kjartan Guðmundsson í fararbroddi og voru um 50 börn mætt í félagsheimilið í Tasiilaq (sem gengur undir nafninu skákhöllin) á fimmtudag, 40 í Kulusuk á sama tíma, auk 54 barna sem tóku þátt í skákmóti í Kummiit undir styrkri stjórn félaga í Kátu biskupunum frá Hafnarfirði sem dvalist hafa þar í 3 daga. Gleðin leynir sér sem sagt ekki, hvort heldur sem er hjá grænlenskum börnum eða íslenskum leiðangursmönnum Hróksins. Lítil stúlka í Sermiligaaq kynnist töfraheimi skáklistarinnar í heimsókn Hróksins í vikunni. Þar var Henrik Danielsen skólastjóri Hróksins á ferð, ásamt liðsmönnum Kátra biskupa frá Hafnarfirði.
Lífið Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira