Sport

Spennan að ná hámarki

Spennan er að ná hámarki í toppbaráttu Landsbankadeildar kvenna í fótbolta en í gærkvöldi mættust tvö efstu liðin, Breiðablik og Valur. Valsstúlkur, sem verma toppsætið, höfðu fyrir leikinn í gær unnið alla leikina sína tíu í deildinni í sumar og hefðu með sigri getað nánast gulltryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Blikastúlkur unnu með 2 mörkum gegn einu og eru liðin nú jöfn að stigum með 30 stig en Valsstúlkur eiga einn leik til góða. Blikastúlkur eiga eftir að leika tvo leiki en Valsstúlkur þrjá. Í kvöld fara fram þrír leikir í Landsbankadeild kvenna; KR sem er í 3. sæti með 21 stig tekur á móti FH, Keflavík fær Stjörnuna í heimsókn og Fylkir mætir Þór/KA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×