Lífið

Aparnir í Eden

Aparnir í Eden er komin út
Aparnir í Eden er komin út MYND/ Guðmundur Freyr Vigfússon

Út er komin önnur hljómskífa hinnar margrómuðu Köntrísveitar Baggalúts, á vegum útgáfufélagsins Geimsteins. Hljómskífan ber titilinn „Aparnir í Eden" og geymir 21 köntríslagara - einkum frumsamið sjávarútvegs- og strandköntrí (e. Hawaiian) en þó ber þar nokkuð á bæði innsveita- (e. bluegrass) og hálendisköntríi (e. western), eins og á fyrri skífu Baggalúts, „Pabbi þarf að vinna".

Nokkur fjöldi gestasöngvara leggur sveitinni lið; þ.á.m. Björgvin Halldórsson, Borgardætur, Kristján Kristjánsson og Valgeir Guðjónsson. Einnig koma við sögu fjölmargir innlendir og erlendir hljóðfæraleikarar þar sem hæst ber sláandi fjölbragðagítarleikur Guðmundar Péturssonar og geggjaður lúðrablástur undrabarnanna Neil Rosengarden og Jim Hoke frá Nashville í Bandaríkjunum.

Upptökur fóru fram í fjórum vönduðum hljóðverum; Geimsteini í Keflavík, OmniSound Studios í Nashville, Félagsheimilinu að Flúðum og Sýrlandi.

Aparnir í Eden eru fáanlegir í öllum betri hljómplötuverslunum, bókabúðum og apótekum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×