Morrissey mætir á klakann - Miðasala hefst á morgun 17. júlí 2006 10:30 Morrissey, einhver áhrifamesti tónlistarmaður Breta undanfarin rúm 20 ár heimsækir Íslendinga í næsta mánuði. Hann stofnaði The Smiths ásamt Johnny Marr í upphafi 9. áratugarins og vakti sú sveit strax gríðarmikla athygli. Það sem vakti helst athygli var sérstakur söngstíll Morrissey, magnaðir textar hans sem og gríðarlega melódískar lagasmíðar Johnny Marr. Á þeim eingöngu 5 til 6 árum sem The Smiths starfaði tókst þeim að byggja upp ótrúlega stóran og dyggan aðdáendahóp, og varð Morrissey goðsögn í lifanda lífi. Margar af hljómplötum Smiths eru taldar til bestu platna allra tíma, má þar nefna The Queen is Dead (1986), Meat is Murder 1985) og Hatful of Hollow (1984). Morrissey varð fljótlega ein af þekktustu en jafnframt umdeildustu poppstjörnum Breta. Hann er einkar mælskur og hefur sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og gagnrýndi stjórnvöld harðlega. Slíkt var hressandi mótvægi við skoðanaleysið og hina andlegu deyfð sem einkenndi margar af vinsælustu hljómsveitum 9. áratugarins. Oft er talað um að breska tónlistarpressan bíði ennþá eftir arftökum Smiths og hafa margir verið tilkallaðir en enginn útvalinn. Altént er ljóst að The Smiths er einhver áhrifamesta popphljómsveit sem komið hefur fram frá því Bítlarnir voru og hétu. The Smiths lagði upp laupana á hátindi ferils sins árið 1987, um það leyti sem síðasta plata hljómsveitarinnar Strangeways, here we come kom út. Morrissey hóf strax í kjölfarið vel heppnaðan sólóferil. Fyrsta sólóplatan Viva Hate sem kom út 1988 fékk gríðargóðar viðtökur og er hún og margar aðrar plötur sólóferilsins taldar til hans bestu verka, sem og plöturnar Your Arsenal og Vauxhall and I svo dæmi séu tekin. Morrissey tókst meðal annars að leggja Bandaríkjamarkað að fótum sér, sem var eitthvað sem The Smiths hafði ekki tekist. Þegar líða tók að aldamótunum fór minna fyrir Morrissey og tók hann sér hlé frá útgáfu tónlistar frá 1997 einungis til þess að snúa aftur af miklum krafti með útkomu hinnar frábæru You are the Quarry árið 2004. Í kjölfarið fylgdi gríðarvel sótt tónleikaferð, og síðan ný plata síðastliðið vor The Ringleader of the Tormentors sem flestir eru sammála um að sé með því besta sem Morrissey hefur nokkurn tíma sent frá sér. Það má því segja að hann sé enn og aftur á hátindi ferils síns. Tónleikar Morrissey þykja með þeim magnaðri sem sjást og er ljóst að hann leggur sig gríðarlega fram á þeim. Þá mögnuðu stemmningu sem jafnan myndast á tónleikum Morrissey má jafnframt þakka aðdáendum hans sem margir virðast líta á hann sem veru af öðrum heimi, og ósjaldan sjást aðdáendur ryðjast upp á svið til þess eins að fá að faðma manninn að sér. Ljóst er að von er á einum af merkustu tónlistarviðburðum allra tíma á Íslandi í Laugardalshöll þann 12. ágúst. Miðasala hefst þriðjudaginn 18. júlí kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar auk valdra BT verslana. Lífið Menning Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Sjá meira
Morrissey, einhver áhrifamesti tónlistarmaður Breta undanfarin rúm 20 ár heimsækir Íslendinga í næsta mánuði. Hann stofnaði The Smiths ásamt Johnny Marr í upphafi 9. áratugarins og vakti sú sveit strax gríðarmikla athygli. Það sem vakti helst athygli var sérstakur söngstíll Morrissey, magnaðir textar hans sem og gríðarlega melódískar lagasmíðar Johnny Marr. Á þeim eingöngu 5 til 6 árum sem The Smiths starfaði tókst þeim að byggja upp ótrúlega stóran og dyggan aðdáendahóp, og varð Morrissey goðsögn í lifanda lífi. Margar af hljómplötum Smiths eru taldar til bestu platna allra tíma, má þar nefna The Queen is Dead (1986), Meat is Murder 1985) og Hatful of Hollow (1984). Morrissey varð fljótlega ein af þekktustu en jafnframt umdeildustu poppstjörnum Breta. Hann er einkar mælskur og hefur sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og gagnrýndi stjórnvöld harðlega. Slíkt var hressandi mótvægi við skoðanaleysið og hina andlegu deyfð sem einkenndi margar af vinsælustu hljómsveitum 9. áratugarins. Oft er talað um að breska tónlistarpressan bíði ennþá eftir arftökum Smiths og hafa margir verið tilkallaðir en enginn útvalinn. Altént er ljóst að The Smiths er einhver áhrifamesta popphljómsveit sem komið hefur fram frá því Bítlarnir voru og hétu. The Smiths lagði upp laupana á hátindi ferils sins árið 1987, um það leyti sem síðasta plata hljómsveitarinnar Strangeways, here we come kom út. Morrissey hóf strax í kjölfarið vel heppnaðan sólóferil. Fyrsta sólóplatan Viva Hate sem kom út 1988 fékk gríðargóðar viðtökur og er hún og margar aðrar plötur sólóferilsins taldar til hans bestu verka, sem og plöturnar Your Arsenal og Vauxhall and I svo dæmi séu tekin. Morrissey tókst meðal annars að leggja Bandaríkjamarkað að fótum sér, sem var eitthvað sem The Smiths hafði ekki tekist. Þegar líða tók að aldamótunum fór minna fyrir Morrissey og tók hann sér hlé frá útgáfu tónlistar frá 1997 einungis til þess að snúa aftur af miklum krafti með útkomu hinnar frábæru You are the Quarry árið 2004. Í kjölfarið fylgdi gríðarvel sótt tónleikaferð, og síðan ný plata síðastliðið vor The Ringleader of the Tormentors sem flestir eru sammála um að sé með því besta sem Morrissey hefur nokkurn tíma sent frá sér. Það má því segja að hann sé enn og aftur á hátindi ferils síns. Tónleikar Morrissey þykja með þeim magnaðri sem sjást og er ljóst að hann leggur sig gríðarlega fram á þeim. Þá mögnuðu stemmningu sem jafnan myndast á tónleikum Morrissey má jafnframt þakka aðdáendum hans sem margir virðast líta á hann sem veru af öðrum heimi, og ósjaldan sjást aðdáendur ryðjast upp á svið til þess eins að fá að faðma manninn að sér. Ljóst er að von er á einum af merkustu tónlistarviðburðum allra tíma á Íslandi í Laugardalshöll þann 12. ágúst. Miðasala hefst þriðjudaginn 18. júlí kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar auk valdra BT verslana.
Lífið Menning Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Sjá meira