Björn Steinar Sólbergsson spilar í Hallgrímskirkju 27. júní 2006 15:45 Fimmtudaginn 29. júní leikur Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, á hádegistónleikum Alþjóðlegs orgelsumar í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 12 og standa í hálftíma, eru skipulagðir í samvinnu við Félag íslenskra orgelleikara. Fyrsta verk Björns Steinars eru Fantasía og fúga í g-moll eftir Bach og á eftir því eru þrír sálmforleikir úr Leipzig-sálmforleikjasafni Bachs. Fantasían og fúgan eru í raun tvö sjálfstæð verk, en hafa fylgst saman frá fyrstu útgáfu. Fantasían byggir á tveimur andstæðum hugmyndum og fúgan byggir á stefi úr hollensku þjóðlagi. Það er einnig útgáfan sem tengir saman Leipzig sálmforleikina 18. Hér leikur Björn Steinar Nun dansket alle Gott, Schmücke dich, o liebe Seele og Komm, Gott, Schöpfer, Heiliger Geist. Bach samdi þessa forleiki upphaflega þegar hann bjó í Weimar (1708-17) en við ævilok sín í Leipzig endurskoðaði hann þá alla og hafa þeir síðan verið kenndir við borgina. Síðasta verk tónleikanna er Tokkata sem Jón Nordal skrifaði í minningu Páls Ísólfssonar og var frumflutt þegar núverandi orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík var vígt árið 1985. Verkið skiptist í frjálsa kafla með hlaupandi nótum og strangari kontrapunktíska kafla með stefi sem minnir á fúgustef Páls í orgelverkinu Ostinato et fughetta. Björn Steinar Sólbergsson hefur verið organisti Akureyrarkirkju síðan 1986. Hann stundaði framhaldsnám í orgelleik á Ítalíu og í Frakklandi þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986. Björn Steinar hefur verið mjög virkur í tónlistarlífinu á Akureyri og unnið markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við Akureyrarkirkju. Hann er einnig aðstoðarorganisti við Hallgrímskirkju og kennir jafnframt orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og við Tónlistarskólann á Akureyri. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis. Einnig hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammerhljómsveit Akureyrar og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar. Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002. Lífið Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Fimmtudaginn 29. júní leikur Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, á hádegistónleikum Alþjóðlegs orgelsumar í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 12 og standa í hálftíma, eru skipulagðir í samvinnu við Félag íslenskra orgelleikara. Fyrsta verk Björns Steinars eru Fantasía og fúga í g-moll eftir Bach og á eftir því eru þrír sálmforleikir úr Leipzig-sálmforleikjasafni Bachs. Fantasían og fúgan eru í raun tvö sjálfstæð verk, en hafa fylgst saman frá fyrstu útgáfu. Fantasían byggir á tveimur andstæðum hugmyndum og fúgan byggir á stefi úr hollensku þjóðlagi. Það er einnig útgáfan sem tengir saman Leipzig sálmforleikina 18. Hér leikur Björn Steinar Nun dansket alle Gott, Schmücke dich, o liebe Seele og Komm, Gott, Schöpfer, Heiliger Geist. Bach samdi þessa forleiki upphaflega þegar hann bjó í Weimar (1708-17) en við ævilok sín í Leipzig endurskoðaði hann þá alla og hafa þeir síðan verið kenndir við borgina. Síðasta verk tónleikanna er Tokkata sem Jón Nordal skrifaði í minningu Páls Ísólfssonar og var frumflutt þegar núverandi orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík var vígt árið 1985. Verkið skiptist í frjálsa kafla með hlaupandi nótum og strangari kontrapunktíska kafla með stefi sem minnir á fúgustef Páls í orgelverkinu Ostinato et fughetta. Björn Steinar Sólbergsson hefur verið organisti Akureyrarkirkju síðan 1986. Hann stundaði framhaldsnám í orgelleik á Ítalíu og í Frakklandi þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986. Björn Steinar hefur verið mjög virkur í tónlistarlífinu á Akureyri og unnið markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við Akureyrarkirkju. Hann er einnig aðstoðarorganisti við Hallgrímskirkju og kennir jafnframt orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og við Tónlistarskólann á Akureyri. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis. Einnig hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammerhljómsveit Akureyrar og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar. Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002.
Lífið Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira