Alþjóðleg sýn 22. júní 2006 16:00 Myndlistarsýningin Alþjóðleg sýn/ International View 2006 verður opnuð laugardaginn 1.júlí kl. 15. í Listasal Mosfellinga og alþjóðleg vinnusmiðja/ International Workwhop 2006 verður opnuð föstudaginn 7.júlí kl. 20. Þrúðvangi, Álafossvegi 20, Mosfellsbæ. Þátttakendur sýningarinnar eru listamennirnir: Asa Hojer, Bertine Knudsen, Bodil Rosenberg (Danmörk), Cormac Healy (Írland), Wiebe Bloemena, Nico Lootsma, Ellen Timmerman (Holland), Giovanna Martinelli (Ítalía), Laufey Pálsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Ólöf Oddgeirsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir (Ísland). Um er að ræða myndlistarsýningu og vinnusmiðju 13 myndlistarmanna frá 5 Evrópulöndum sem stendur yfir dagana 29.júní til 10.júlí. Myndlistarsýningin verður haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarnanum að Þverholti 2. Listamennirnir koma með verk að heiman sérstaklega unnin fyrir sýninguna. Á meðan dvöl erlendu listamannanna stendur vinna þeir með íslensku listamönnunum í vinnusmiðju í Listsalnum í Þrúðvangi Álafosskvosinni. Unnið verður undir vinnuheitinu "View" eða "Sýn" þar sem sjónum er beint að landi og þjóð með ýmiss konar skissuvinnu og teikningum og fleiri óvæntum uppákomum. Gera má ráð fyrir að listamennirnir sjálfir verði fyrir áhrifum af íslenskri náttúru sem gæti speglast með einhverjum hætti í verkum þeirra. Kjarni þessa fjölþjóða hóps sem sýnir hér verk sín varð til 1997 þegar þeir tóku þátt í International Artist Plenary í Dzukija, Varena, Litháen. Listsamtök í Litháen buðu listamönnunum í heimsókn með það að markmiði að efla kynni og tengsl Litháa við aðrar þjóðir. Síðan þá hefur hópurinn komið saman í ýmsum löndum við ólíkar aðstæður, vaxið og endurnýjast. Alþjóðlegi listahópurinn hefur nú tekið þátt í átta mismunandi verkefnum í sex löndum. Hér á landi á Listasumri ´98 sýning í Deiglunni. Þá vann listhópurinn sameiginlega að tilraunum með ýmis jarðefni úr íslenskri náttúru í Ketilhúsinu á Akureyri. 1999 Noorderlicht, sýning í Lambooijhuis Hengelo og workshop í Oldenzhal í Hollandi; 2000 Nordlys, sýning í Danmörku Gallerie Pi í Kaupmannahöfn; 2002 workshop og málstofa á hinu virta menningarsetri The Tyrone Guthrie Centre á Írlandi. Árið 2004 var sýning og workshop í Hollandi, PIP- Painting in Progress í listamiðstöðinni Kanaal 10, Plantagedoklaan 8 til 12 í Amsterdam. Á þeirri opnun var framinn hljóðgjörningur af þátttakendum undir stjórn Asu Hojer. Í lokin var framinn dansgjörningur á vegum Magpie Music Dance Company undir stjórn Katie Duck og tengdist gjörningurinn myndlistarverki Nico Lootsma, Trash town. Síðast en ekki síst var í ágúst 2005 haldin sýning og vinnusmiðja, International Artist-Plenary, í listamiðstöðinni La Minoterie, NAYART, í borginni Nay undir Píreneafjöllum í Frakklandi. Áætlað er að Alþjóðlegi listahópurinn hittist og haldi verkefninu áfram 2008 í Granada og Capileira, Las Alpujarras, Sierra Nevada, Spáni undir stjórn ljósmyndarans og grafiklistamannsins Henrik Boegh og fjöllistamannsins Aase Hojer. Lífið Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Myndlistarsýningin Alþjóðleg sýn/ International View 2006 verður opnuð laugardaginn 1.júlí kl. 15. í Listasal Mosfellinga og alþjóðleg vinnusmiðja/ International Workwhop 2006 verður opnuð föstudaginn 7.júlí kl. 20. Þrúðvangi, Álafossvegi 20, Mosfellsbæ. Þátttakendur sýningarinnar eru listamennirnir: Asa Hojer, Bertine Knudsen, Bodil Rosenberg (Danmörk), Cormac Healy (Írland), Wiebe Bloemena, Nico Lootsma, Ellen Timmerman (Holland), Giovanna Martinelli (Ítalía), Laufey Pálsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Ólöf Oddgeirsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir (Ísland). Um er að ræða myndlistarsýningu og vinnusmiðju 13 myndlistarmanna frá 5 Evrópulöndum sem stendur yfir dagana 29.júní til 10.júlí. Myndlistarsýningin verður haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarnanum að Þverholti 2. Listamennirnir koma með verk að heiman sérstaklega unnin fyrir sýninguna. Á meðan dvöl erlendu listamannanna stendur vinna þeir með íslensku listamönnunum í vinnusmiðju í Listsalnum í Þrúðvangi Álafosskvosinni. Unnið verður undir vinnuheitinu "View" eða "Sýn" þar sem sjónum er beint að landi og þjóð með ýmiss konar skissuvinnu og teikningum og fleiri óvæntum uppákomum. Gera má ráð fyrir að listamennirnir sjálfir verði fyrir áhrifum af íslenskri náttúru sem gæti speglast með einhverjum hætti í verkum þeirra. Kjarni þessa fjölþjóða hóps sem sýnir hér verk sín varð til 1997 þegar þeir tóku þátt í International Artist Plenary í Dzukija, Varena, Litháen. Listsamtök í Litháen buðu listamönnunum í heimsókn með það að markmiði að efla kynni og tengsl Litháa við aðrar þjóðir. Síðan þá hefur hópurinn komið saman í ýmsum löndum við ólíkar aðstæður, vaxið og endurnýjast. Alþjóðlegi listahópurinn hefur nú tekið þátt í átta mismunandi verkefnum í sex löndum. Hér á landi á Listasumri ´98 sýning í Deiglunni. Þá vann listhópurinn sameiginlega að tilraunum með ýmis jarðefni úr íslenskri náttúru í Ketilhúsinu á Akureyri. 1999 Noorderlicht, sýning í Lambooijhuis Hengelo og workshop í Oldenzhal í Hollandi; 2000 Nordlys, sýning í Danmörku Gallerie Pi í Kaupmannahöfn; 2002 workshop og málstofa á hinu virta menningarsetri The Tyrone Guthrie Centre á Írlandi. Árið 2004 var sýning og workshop í Hollandi, PIP- Painting in Progress í listamiðstöðinni Kanaal 10, Plantagedoklaan 8 til 12 í Amsterdam. Á þeirri opnun var framinn hljóðgjörningur af þátttakendum undir stjórn Asu Hojer. Í lokin var framinn dansgjörningur á vegum Magpie Music Dance Company undir stjórn Katie Duck og tengdist gjörningurinn myndlistarverki Nico Lootsma, Trash town. Síðast en ekki síst var í ágúst 2005 haldin sýning og vinnusmiðja, International Artist-Plenary, í listamiðstöðinni La Minoterie, NAYART, í borginni Nay undir Píreneafjöllum í Frakklandi. Áætlað er að Alþjóðlegi listahópurinn hittist og haldi verkefninu áfram 2008 í Granada og Capileira, Las Alpujarras, Sierra Nevada, Spáni undir stjórn ljósmyndarans og grafiklistamannsins Henrik Boegh og fjöllistamannsins Aase Hojer.
Lífið Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira