Fótbolti

Scolari búinn að skrifa undir nýjan samning

Þjálfari Portúgal Luiz Felipe Scolari á æfingu potúgalska landsliðsins í byrjun júní.
Þjálfari Portúgal Luiz Felipe Scolari á æfingu potúgalska landsliðsins í byrjun júní. MYND/AFP

Þjálfarinn Luiz Felipe Scolari sem gerði Brasilíumenn að heimsmeisturum árið 2002 hefur framlengt samning sinn við portúgalska knattspyrnusambandið til ársins 2008.

Scolari sem er 58 ára kemur frá Brasilíu var orðaður við þjálfarastöðuna hjá Englandi í síðasta mánuði og var hann efstur á óskalista enska knattspyrnusambandsins sem arftaki Sven-Goran Eriksson.

Scolari neitaði hins vegar því tækifæri og óskaði eftir því að fá nýjan samning og sagðist mjög sáttur með portúgalska landsliðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×