Eiður Smári í Kuwait 2. júní 2006 09:30 "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri, föður Eiðs Smára. Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára sem birtust á fréttavefnum Vitalfootball í gær fimmtudag og sú fyrri á miðvikudaginn sl. en vefurinn sérhæfir sig í fréttum af Chelsea. Þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM. Forsíðufrétt dagblaðsins 'El Mundo Deportivo` í Katalóníu á Spáni sagði á miðvikudag það vera öruggt að Barça sé við það að ganga frá kaupum á Eiði Smára. En í gær birti aðalkeppinautur blaðsins, 'Sport`, forsíðufrétt þess efnis að Barcelona vilji einnig fá annan sóknarmann frá Chelsea, Hernan Crespo. Eiður var svo í gær orðaður við Real Madrid en Chelsea er sagt hafa boðið spænska stórveldinu Eið í skiptum fyrir brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos sem er efstur á óskalista Chelsea í stöðu vinstri bakvarðar. Vitalfootball segir að Eiður Smári sé nú í fríi í Kuwait og í herbúðum hans bíði menn nú aðeins eftir símtali frá Barcelona. Það ku vera persónuleg ósk Frank Rijkaard knattspyrnustjóra Barça að fá íslenska landsliðsfyrirliðann til liðs við Evrópumeistarana og hefur hann verið í sambandi við Eið undanfarna daga. Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, Txiki Begiristain, er á sama tíma sagður helst vilja fá Crespo. Þetta kynni að rugla fólk eitthvað í ríminu en skv. Vitalfootball mun Eiður Smári vera annar kostur hjá Barcelona á eftir Diego Forlan hjá Villareal og Crespo sá þriðji. Frekar ólíklegt er talið að Villareal sé reiðbúið að selja Forlan til keppinautar í spænsku deildinni. Vitalfootball segir það hins vegar einnig vera í myndinni að Barcelona muni splæsa í bæði Eið Smára og Forlan en þeir voru báðir á forsíðu 'El Mundo Deportivo` í gær, fimmtudag. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður sagði í viðtali við 'El Mundo Deportivo` í vikunni að hann gæti ekki tjáð sig um mál Eiðs fyrr en í byrjun næstu viku. "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri í spænska blaðinu en heimildarmenn Vitalfootball, nákomnir Eiði Smára, segja þó að samningaviðræður hans við Barcelona séu vel á veg komnar. Vitalfootball segir í lok fréttarinnar á miðvikudaginn að Eiður Smári hafi nægan tíma fyrir sjálfan sig í sumar þar sem íslenska landsliðið hafi ekki komist á HM. Hann hafi hins vegar hafnað boði íslenskrar sjónvarpsstöðvar um að lýsa leikjum frá keppninni og það er jú aðeins ein sjónvarpsstöð sem verður með beinar útsendingar frá HM í sumar, Sýn. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára sem birtust á fréttavefnum Vitalfootball í gær fimmtudag og sú fyrri á miðvikudaginn sl. en vefurinn sérhæfir sig í fréttum af Chelsea. Þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM. Forsíðufrétt dagblaðsins 'El Mundo Deportivo` í Katalóníu á Spáni sagði á miðvikudag það vera öruggt að Barça sé við það að ganga frá kaupum á Eiði Smára. En í gær birti aðalkeppinautur blaðsins, 'Sport`, forsíðufrétt þess efnis að Barcelona vilji einnig fá annan sóknarmann frá Chelsea, Hernan Crespo. Eiður var svo í gær orðaður við Real Madrid en Chelsea er sagt hafa boðið spænska stórveldinu Eið í skiptum fyrir brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos sem er efstur á óskalista Chelsea í stöðu vinstri bakvarðar. Vitalfootball segir að Eiður Smári sé nú í fríi í Kuwait og í herbúðum hans bíði menn nú aðeins eftir símtali frá Barcelona. Það ku vera persónuleg ósk Frank Rijkaard knattspyrnustjóra Barça að fá íslenska landsliðsfyrirliðann til liðs við Evrópumeistarana og hefur hann verið í sambandi við Eið undanfarna daga. Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, Txiki Begiristain, er á sama tíma sagður helst vilja fá Crespo. Þetta kynni að rugla fólk eitthvað í ríminu en skv. Vitalfootball mun Eiður Smári vera annar kostur hjá Barcelona á eftir Diego Forlan hjá Villareal og Crespo sá þriðji. Frekar ólíklegt er talið að Villareal sé reiðbúið að selja Forlan til keppinautar í spænsku deildinni. Vitalfootball segir það hins vegar einnig vera í myndinni að Barcelona muni splæsa í bæði Eið Smára og Forlan en þeir voru báðir á forsíðu 'El Mundo Deportivo` í gær, fimmtudag. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður sagði í viðtali við 'El Mundo Deportivo` í vikunni að hann gæti ekki tjáð sig um mál Eiðs fyrr en í byrjun næstu viku. "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri í spænska blaðinu en heimildarmenn Vitalfootball, nákomnir Eiði Smára, segja þó að samningaviðræður hans við Barcelona séu vel á veg komnar. Vitalfootball segir í lok fréttarinnar á miðvikudaginn að Eiður Smári hafi nægan tíma fyrir sjálfan sig í sumar þar sem íslenska landsliðið hafi ekki komist á HM. Hann hafi hins vegar hafnað boði íslenskrar sjónvarpsstöðvar um að lýsa leikjum frá keppninni og það er jú aðeins ein sjónvarpsstöð sem verður með beinar útsendingar frá HM í sumar, Sýn.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira